Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 70

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 70
hægri eða lítilli spírun hjá mörgum tegundum, t.d. af ertublómaætt, blá- gresisætt og hélunjólaætt. Ein leið til að fá slík fræ til að spíra er að leggja þau í sýru, eða skrapa eða rispa fræ- skurnina. I náttúrunni gæti verið að sum spíruðu eftir að hafa farið í gegn- um meltingarveg dýra, eftir að fræið hefur þanist út og dregist saman vegna hitasveiflna í jarðvegi, eða ekki fyrr en örverur í jarðvegi hafa að hluta unnið á fræskurninni. Sumar tegundir í ofangreindum ætt- um mynda reyndar tvenns konar fræ. Sumar belgjurtir mynda bæði brún og svört; brún fræ með mjúkri skurn sem liggja stutt í dvala og spíra fljótt og langlíf svört fræ með harðri fræskurn sem safnast í fræforða. Stundum eru i fræskurninni eða kím- inu tálmandi efni sem eyðast smám saman og þegar áhrifa þeirra hættir að gæta getur fræið spírað. Þetta er t.d. þekkt hjá sumum eyðimerkurjurt- um; fræin spíra ekki fyrr en regnvatn hefur skolað tálmum úr fræskurninni. Sum fræ spíra ekki fyrr en þau hafa verið kæld í vissan tíma en önnur er ekki nóg að geyma við lágt hitastig sé það stöðugt, því stundum eru það sveiflur á hitastigi sem koma spírun af stað. Fræ margra skógartrjáa sem lifa á svæðum þar sem skógareldar eru tíðir spíra alls ekki fyrr en þau hafa verið hituð upp (Fenner 1985). Þetta á t.d. bæði við ástralskar Eucalyptus tegundir og sumar furur. Er þá ótalinn sá þáttur sem oft skiptir mestu en það er ljós. Það er ekki aðeins ljósstyrkurinn sem skiptir máli heldur einnig ljósloturnar og ljós- gæðin, þ.e. litrófssamsetning ljóssins (t.d. Mayer og Poljakoff-Mayber). Þurr fræ eru yfirleitt ekki næm fyrir ljósi; þau verða ekki ljósnæm fyrr en eftir að þau hafa tekið upp ákveðið vatns- magn. Sum fræ spíra aðeins ef þau fá langar ljóslotur (þ.e. lengri en 12 tima í einu) en önnur aðeins ef þau fá stuttar lotur. Stundum er nóg að láta ljós skína á fræin í nokkrar mínútur eða jafnvel sekúndur. Ljósgæðin eru mjög mikilvæg; meðan rautt ljós (með bylgjulengd 660 nm) hvetur spírun letur innrautt ljós (730 nm). Það er síðasta áreitið sem skiptir máli. Þann- ig er hægt að afturkalla hvetjandi áhrif rauðs ljóss með því að setja fræið undir innrautt ljós strax á eftir. Hvaða máli skiptir þetta svo við tímasetningu spírunar? Við það að skína í gegnum laufþak breytist litrófs- samsetning ljóss þannig að hlutfall innrauðs ljóss hækkar allt að sjöfalt miðað við rautt. Dreifing fræsins í tíma er þá slík að það bíður eftir opnu í laufþakið fyrir ofan sig þar sem aðrar plöntur skyggja ekki á. Ahrif hita- sveiflna gætu verið svipuð en vitað er að þar sem opnur myndast eykst hita- sveifla þannig að meira hitnar á daginn en kaldara verður að nóttu (Thompson og Grime 1983). Vistfrœðileg flokkun dvala Dvala má einnig flokka eftir því hvernig plöntur lögðust í hann og hefur það verið kallað vistfræðileg flokkun (Harper 1977). Slíkan dvala má greina í þrennt. I fyrsta lagi er sá dvali sem kalla mætti meðfæddan; fræið er fyrir- fram stillt á spírun við vissar um- hverfisaðstæður og það spírar ekki fyrr en það hefur móttekið rétt áreiti. I ann- an stað getur umhverfið verið óhag- stætt þannig að fræið getur ekki spírað. Til dæmis má hugsa sér að fræið nái ekki að taka upp nægilegt vatn úr umhverfínu til að byrja að spíra, það sé of kalt, eða að fræið sé grafið í jarðvegi þar sem súrefni er af skornum skammti en mikið af koltvísýringi. Um leið og umhverfið verður hagstæðara spírar fræið. Til þessarar tegundar 192
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.