Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 78
HALASTJARNAN SHOEMAKER-LEVY 9 Síðari hluta júlímánaðar 1994 mun halastjarnan Shoemaker-Levy 9 (kennd við Shoe- maker-hjónin og David Levy, sem uppgötvuðu halastjörnuna ásamt Philippe Bendjoya) rekast á reikistjörnuna Júpíter. Halastjarna þessi sást fyrst þann 24. mars 1993 og varð þá strax ljóst að hún var mjög óvenjuleg. Ljósmyndir sýndu a.m.k. 5 kjarna en ekki einn vel afmarkaðan kjarna eins og algengast er. Síðari athuganir hafa staðfest 22 kjarnabrot. Þá sýndu mælingar á braut brotanna að halastjarnan hefur verið á mjög aflangri braut unr Júpíter en ekki um sólina eins og flestar aðrar halastjörnur. Svo virðist sem hún hafi verið á braut um Júpíter a.m.k. frá árinu 1970 og útreikningar á brautinni sýna að í júlí 1992 fór hún svo nærri reikistjörnunni að hún brotnaði upp vegna flóðkrafta. Frá þeinr tíma hafa brotin ferðast saman og eru nú að sjá eins og perlur á streng. Loks sýna útreikningar að brotin rekast á Júpíter í júlí 1994, það fyrsta líklega þann 18. og hið síðasta þann 23. Stærsta brotið mun sennilega skella á Júpíter þann 22. júlí. Hér er rétt að minna á að halastjörnubrotin eru úr ísefnum og eru þau stærstu talin vera um 4 km í þvermál. Þau munu rekast á Júpiter með hraða sem nemur um 60 km/s. Ismoli sem er um 1 km að þvermáli og æðir inn í gufuhvolf Júpiters með hraðanum 60 km/s hefur hreyfiorku sem svarar til 250.000 megatonna af sprengiefninu TNT. Hreyfi- orka stærstu brotanna er allt að hundrað sinnum meiri. Afar erfitt er að áætla nákvæmlega hvernig slíkur árekstur brotanna við gufuhvolf reykistjörnunnar verður. Þó má líklega reikna með mjög skærum og heitum blossum þegar brotin skella á gufuhvolfinu. Utreikningar sýna að brotin muni falla niður á þá hlið Júpiters sem frá okkur snýr og munu atburðirnir því ekki sjást beint frá jörðinni. Hugsanlega má þó greina stærstu glampann því tungl Júpiters gætu endurvarpað þeim til okkar ef afstaða þeirra verður heppileg þegar árekstrarnir verða. Þá er hugsanlegt að merki árekstranna megi enn sjá sem truflanir í gufuhvolftnu er árekstrarstaðirnir verða sýnilegir vegna snúnings reikistjörnunnar. Stjörnufræðingar um allan heim hafa tekið höndum saman og munu fylgjast með atburðarásinni. Mælitækjum af öllum stærðum og gerðum verður beint að Júpiter þessa viku í júlí, allt frá mælitækjum um borð í flugvélum til stóra sjónaukans á Palomar-íjalli og Hubble-sjónaukans sem er á braut um jörðu. Þá eru hugmyndir uppi um að beina myndavélum Voyager 2 geimflaugarinnar til baka og taka mynd af bak- hlið Júpiters. Voyager 2 er á leið út úr sólkerfmu og er nú um 8 sinnum lengra frá sólinni en Júpiter. Um borð eru einu mælitækin sem hægt verður að beina að bak- hliðinni og er talið að ýmislegt megi af því læra, jafnvel þó að stærð reikistjömunnar verði einungis 2 myndeiningar (pixels) af svo löngu færi. Rétt er að taka fram að þó að áreksturinn sé stór á jarðneskan mælikvarða, þá er Júpíter svo stór að ísmolarnir virðast eins og sandkorn í samanburðinum. Ljósm. Jet Propulsion Laboratory, NASA. Gunnlaugur Björnsson Náttúrufræðingurinn 63 (3-4), bls. 200, 1993. 200
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.