Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 115

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 115
Eyþór Einarsson Flóra Norðurlanda og skifting Islands í útbreiðslusvæði INNGANGUR Orðið flóra, sem upphaflega er nafn á blóma- og frjósemisgyðju Rómverja, er í grasafræði notað um allar þær plöntutegundir sem vaxa á einhverju tilteknu svæði eða í tilteknu landi, og þannig t.d. talað um flóru Islands. Síðar hefur orðið einnig farið að merkja bók eða rit um plöntur tiltekins svæðis eða lands, einkum ef bókin er með lyklum til að greina ættir og teg- undir, og er bókin Flóra íslands ágætt dæmi um slikt rit. I flestum tilvikum er þó ljóst af samhengi efnisins í hvorri merkingunni orðið er notað; ég vona að minnsta kosti að það eigi við hér á eftir þar sem orðið llóra verður notað i báðum þessum merkingum til skiftis. Flóra Norðurlanda er eflaust betur þekkt en flóra nokkurs annars jafn stórs svæðis á jarðarkringlunni og það á ekki bara við um háplöntur, sem hér er fjallað um, heldur einnig um lægri plöntur. Rannsóknir á flóru Norður- landa hafa líka staðið í þrjár til fjórar aldir eða lengur. Flóra nokkurra ann- arra svæða í Evrópu er sennilega jafn vel þekkt, svo sem Bretlandseyja og hluta Mið-Evrópu, en þau svæði eru þó hvorki jafn stór né jafn fjölbreyti- leg og Norðurlönd í heild og því varla sambærileg. Það hafa verið skrifaðar myndarlegar bækur um flóru einstakra landa Norð- urlanda, jafnvel oft í flestum þeirra. Nokkrum sinnum hafa verið gerðar til- raunir til að semja slíkar flórur sem ná yfir fleiri en eitt landanna en ekki alltaf reynst unnt að ljúka verkinu, þó stundum hafi það tekist. Þekktast slíkra verka síðari ára er áreiðanlega Norsk, svensk, finsk flora eftir Norðmanninn Johannes Lid, sem kom fyrst út 1944 og hét þá Norsk flora. Þriðja útgáfa hennar íjallaði líka um sænskar plöntur og hét Norsk, svensk flora, en síðasta útgáfan, sem er sú fímmta í röðinni, kom út 1985 og nær einnig til fmnskra plantna, eins og áður segir, og sá Olav Gjærevoll, landi Lids, um þá útgáfu að Lid látnum. Veglegust allra þessara flóra er án efa stórverkið Flora Danica, sem kom út á árunum 1761-1883 og fjallaði um háplöntur og lágplöntur í Danmörku, Noregi, íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Slésvík-Holtsetalandi, þ.e. í hinu danska ríki eins og það var og hét þegar útgáfan hófst. I þessu mikla rit- verki, sem alls er 54 hefti í arkarbroti, eru 3420 heilsíðutöflur með teikning- um af tegundum úr öllum fylkingum plantna, þó flestar séu af háplöntum. Fremst í hverju hefti er stuttur texti, þar sem tegundum á töflum heftisins er lýst stuttlega og sagt frá útbreiðslu þeirra, en engir greiningarlyklar eru i Flora Danica. A þeim 122 árum sem liðu frá því að fyrsta bindið kom út og þangað til hið síðasta leit dagsins ljós komu margir við sögu þessa ein- stæða ritverks. Náttúrufræðingurinn 63 (3-4), bls. 237-242, 1993. 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.