Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 117

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 117
kom síðan út árið 1966, ekki síður vandað en hið fyrsta, um þá einkím- blöðunga sem eftir voru og nokkrar ættir tvíkímblöðunga. En höfundinum entist ekki aldur til að halda verkinu áfram því hann lést skömmu síðar. Á árunum 1969-1970 reyndu sænskir grasafræðingar, og þá einkum Bengt Jonsell, sem þá vann við grasasafnið í Uppsölum, að útvega fé til að halda verki Hylanders áfram en það tókst ekki og var málið því lagt á hilluna í bili. FLORA NORDICA En Bengt Jonsell var ekki af baki dottinn, hann hélt áfram að reyna að afla fjár til að gefa út norræna flóru. Hann varð forstöðumaður Bergianska stiftelsen við Konunglegu Vísindaaka- demíuna í Stokkhólmi 1983 og að frumkvæði hans tók sú stofnun að sér að bera allan kostnað af undirbúningi og útgáfu Flóru Norðurlanda, sem grasafræðingar á Norðurlöndum ynnu saman að. Árið 1987 voru nokkrir nor- rænir grasafræðingar boðaðir á um- ræðufund um málið í Svíþjóð og var sá sem þetta ritar einn þeirra. Þar var samþykkt einróma að ráðast í útgáf- una og að heíjast strax handa, því full þörf væri á nýrri flóru um norrænar háplöntur, byggðri á heildarendur- skoðun tiltækra gagna, einkum plönt- um í grasasöfnum á Norðurlöndum. Ritstjóri verksins var sjálfkjörinn Bengt Jonsell og síðan skipuð fímm manna ritnefnd, Kaj Larsen frá Dan- mörku, Pertti Uotila frá Finnlandi, Eyþór Einarsson frá íslandi, Reidar Elven frá Noregi og Örjan Nilsson frá Svíþjóð. I hverju landi var svo komið á fót útgáfunefnd til aðstoðar ritstjórn- inni og íslensku nefndina skipa, auk Eyþórs Einarssonar, þeir Bergþór Jóhannsson, Hörður Kristinsson og Jóhann Pálsson. Flórunni hefur verið 1. mynd. Á merki Flóru Norðurlanda er mynd af slollaberjum, en þau vaxa í öllum löndunum. valið sérstakt merki, sem er sýnt á 1. mynd; það er mynd af skollaberjum, en þau vaxa í öllum löndunum og heita á latínu Cornus suecica, þ.e. kenninefnið dregið af heiti Svíþjóðar á latínu. Nafn flórunnar stendur svo undir myndinni og sporþaugóttur rammi lykur um hvort tveggja. Flóran verður skrifuð á ensku og heitir fullu nafni „Flora Nordica. The vascular plants of Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden“, en hún nær að auki til Álandseyja, Færeyja, Bjarnareyjar, Jan Mayen og Sval- barða. Nöfn á tegundum verða á latínu en að auki á málum þeirra Norður- landa þar sem þær vaxa. Ritið verður í íjórum bindum og hefur efni þess verið raðað þannig niður að ættir verða í svipaðri röð og í ritinu Flóra Evrópu (Flora Europaea), sem kom út á árunum 1964-1980, og verður fjallað um byrkninga og tvíkímblöð- unga í þremur fyrstu bindunum en eimkimblöðunga í því Qórða og síðasta. Það var strax hafist handa um að fá grasafræðinga með sérþekkingu á hin- um ýmsu ættum og ættkvíslum til að skrifa um þær í flóruna, einkum þær sem verða í tveimur fyrstu bindunum. 239
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.