Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 123

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 123
1985 til 1987. Markmið þessara rann- sókna var að athuga: a) kynþroska og hrygningartíma kræklings b) settíma og setdýpi kræklingslirfa c) áhrif umhverfisþátta á vöxt kræk- lings d) vaxtartíma kræklings frá lirfustigi að markaðsstærð (50-60 mm) EFNI OG EFNIVIÐUR Hvaltjörður var valinn sem ræktun- arstaður. Þar er að finna stórar kræk- lingsíjörur, íjörðurinn er djúpur og skjólgóður, seltan stöðug (33,0-34,2) (Stefán Kristmannsson 1983), sjóskipti ör og straumur mikill (6-7 m/sek) (Svend-Aage Malmberg og Jóhannes Briem 1985). í júní 1985 var komið fyrir kræk- lingsvirki við Hvítanes í Hvalfirði. Sjö samhliða burðarlínum var komið fyrir á milli bryggju og lands. Á hverri burðarlínu, sem haldið var uppi af belgjum, héngu 4 m langar hengjur (reipi) með 2 m millibili (1. og 2. mynd). Vorið 1986 hófst regluleg sýnataka og mælingar á umhverfísþáttum og kræklingi, sem stóðu til september 1987. Hiti var mældur á 2 m dýpi með síritandi hitamæli. Sjósýnum var safn- að viku- til mánaðarlega á 2 m dýpi til mælinga á blaðgrænu, sem er mæli- kvarði á magn svifþörunga, og til teg- undagreiningar þeirra. Til að athuga kynþroska og hrygn- ingu kræklings var fullorðnum einstak- lingum safnað og veíjasýni útbúin af kynkirtlum þeirra. Sýnin voru skoðuð í smásjá og greind eftir útliti í 10 mismunandi þroska- og hrygningarstig, síðan var reiknaður út kynþroskastuð- ull fyrir hvern mánuð (Seed 1969). Römmum, með 14 cm löngum bönd- um til lirfusöfnunar, var komið fyrir á 1, 2, 3 og 4 m dýpi til að fylgjast með Iinubelgur 3. mynd. Uppsetning lirfusöfnunarbanda sem notuð voru til að fylgjast með seti kræklingslirfa á mismunandi dýpi í Hval- firði. Böndunum (14 cm löngum) var komið fyrir í römmum sem haldið var á floti með belgjum og þau fest við botn með 50 kg akkeri. í hversu miklu magni lirfurnar settust, hvenær þær settust og á hvaða dýpi (3. mynd). Vikulega var eitt band af hverju dýpi tekið upp, það skoðað í víðsjá og síðan reiknaður út íjöldi lirfa sem settist á hverju tímabili. Hálfsmánaðarlega var kræklingur tekinn af 2 m dýpi af hengjunum til að fylgjast með lengdarvexti hans og þyngd. NIÐURSTÖÐUR Sjávarhiti á ræktunarstaðnum frá maí 1986 til september 1987 er sýndur á 4. mynd. Hitinn mældist lægstur yfír veturinn 2,3°C en hæstur í ágúst bæði árin, 11,3 og 12,3°C. 245
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.