Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 157

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 157
þessi tala kölluð „14C-aldur“. Að blanda hér aldri inn er villandi og veldur oft misskilningi og vil ég því frekar kalla þessa tölu, T, Libby-tölu. Þegar Libby-tala sýnis með óþekktan aldur, sem við skulum tákna með Lx (Lx=8033-ln{Ao/Ax}), hefur verið fund- in með mælingu er vaxtarskeiðið fundið af kvörðunarferli í líkingu við þann sem sýndur er á 1. mynd, nema hvað y-ásinn sýnir nú Libby-töluna í stað gildisins á A(/Ao (2. mynd). Nú þarf að finna hvar á þessum ferli, þ.e. jöfnunarferli sem dreginn er gegnum mælipunktana, sama Libby-tala finnst. En hér kemur upp vandi. í upphaflegri aðferð Libbys var einfalt samband milli C-14 styrksins (Ax/Ao) og aldurs sýnisins (1. jafna) en kvörðunar- ferillinn er með nokkrum hlykkjum og getur lárétt lína, sem svarar til ákveð- ins gildi á Lx, skorið ferilinn á þrernur stöðum og gefur mælingin þá þrjú möguleg vaxtarskeið. Hvernig á þá að gefa upp aldur sýnis og óvissu mælingarinnar? Á að miða við skurðpunktana þrjá þegar svo stendur á? Um tíma tíðkaðist það nokkuð. Það segir þó ekki nema hálfa söguna því taka þarf tillit til mæli- óvissunnar, bæði í Lx og í mælipunkt- um kvörðunarferilsins, en síðarnefnda óvissan er þó oftast mun minni (2. mynd). Gera má ráð fyrir gaussískri óvissudreifingu í Lxen óvissan í vaxt- arskeiðinu er mun flóknari, eða getur verið það, allt eftir þvi hvar á skal- anum gildið Lx liggur. Til að halda öllum upplýsingum mælingarinnar verður nú að lýsa aldrinum með lík- indadreifingu, sem getur verið býsna flókin. Til að geta túlkað niðurstöðuna að fullu er stundum nauðsynlegt að líta einnig á kvörðunarferilinn um- hverfis hið mælda Lx- gildi eins og vikið verður að síðar. Líkindadreifing vaxtarskeiðsins (og þar með aldur) er reiknuð í tölvu og hafa nokkur forrit verið skrifuð til að leysa verkefnið, en öll byggjast þau á kvörðunarferli Stuivers og Pearsons. Ég styðst hér við forrit sem Magnus Hedberg, forstöðumaður C-14 stof- unnar í Stokkhólmi, hefur skrifað, en þar reiknar hann líkurnar á að aldurinn falli innan tímabils hvers kvörðunar- punkts (sem oftast er áratugur). 2. mynd sýnir hluta af kvörðunarferlinum þar sem y-ás grafsins sýnir nú gildi Libby-tölunnar og sést þar vel hve mikil áhrif hlykkirnir geta haft á endanlega niðurstöðu. Á myndinni er líkindaferill vaxtartímans einnig sýnd- ur. Af mynd 2b mætti ætla að C-14 aðferðin sé gagnslítil á tímabilinu eftir árið 1500. Svo þarf þó engan veginn að vera. Hlykkirnir bjóða upp á nýja möguleika, því hér er hallinn á ferlinum meiri, og getur það nýst vel ef t.d. er vitað að sýnið er frá tíma- bilinu 1600-1700. í flestum tilvikum er of flókið fyrir notendur aldursgreininga að fá upp- gefna slíka líkindadreifingu; þeir kjósa eðlilega fremur að lýsa aldrinum með einni tölu og einföldu óvissubili, þar sem 67% líkur eiga að vera fyrir þvi að rétt gildi liggi innan óvissumark- anna. Þá er líklegasti vaxtartíminn gefinn sem það ár er skiptir flatarmáli líkindaferilsins í tvo jafnstóra hluta og þegar 67% óvissubilið (a) er við þau mörk sem setja 16% af flatarmálinu á hvora hlið. ENDURSKOÐUN Á ALDURSÁKVÖRÐUN LANDNÁMSLAGSISNS Ekkert gjóskulag hefur verið rann- sakað jafn vandlega með C-14 aðferð- inni og landnámslagið. Tvær aldurs- greiningar eru komnar frá Sigurði Þórarinssyni (1977), ein frá Hreini Haraldssyni (1981) og ein frá Margréti 279
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.