Samvinnan - 01.03.1926, Page 12
S Á M V I N N Á N
6
sitt að fræða um þróun samvinnustefnunnar á íslandi og
gert er ráð fyrir að hafa í ritinu töluvert af myndum bæði
af mönnum og mannvirkjum. Fyrsta árið er gert ráð fyr-
ir að birta myndir og stutt æfiágrip allra kaupfélagsstjóra
á landinu. Verður byrjað á Sunnlendingum. Næst koma
Austfirðingar. þá Norðlendingar og Vestfirðingar. Að ári
yrði á sama hátt freistað að birta myndir af stjórnum
kaupfélaganna, og síðan og jafn'hliða af öðrum samvinnu-
mönnum, sem á einn eða annan hátt hafa verið landnemar
í ríki þeirrar hugsjónar. Um leið verður leitast við að
birta myndir af mannvirkjum samvinnustefnunnar hér á
landi, svo að þar með sé gerð varanleg hver markverð
ytri framkvæmd í þróun félaganna. Að einhverju leyti
mun á sama hátt, en í minni stíl, verða gert grein fyrir
þróun samvinnunnar í öðrum löndum, þeim sem við meg-
um helst af læra.
þá er þess vænst að Samvinnan geti flutt nokkuð
fjölbreyttar greinar um ýmiskonar félagsleg fyrirbrigði.
Verður haldið áfram við rit, sem nú eru byrjuð, sögu þing-
stjórnarinnar eftir Hallgrím Hallgrímsson meistara, sögu
hagfræðinnar eftir Friðgeir Björnsson aðstoðarmann í
Hagstofunni, og frumdrætti að sögu félagsfræðinnar eftir
ritstjórann. Ritgerðir þessar eru allar sérprentaðar og er
ætlast til að þær geti orðið að nokkru gagni sem byrjenda-
fræðibækur í greinum þeim er þær fjalla um. Er þess
því meiri þörf þar sem lítið er um handhægar, aðgengi-
legar bækur af sama tagi á öðrum Norðurlandamálum og
alls ekkert á íslensku. þessar þrjár bækur eiga að geta orð-
ið fyrsti áfangi fyrir fróðleiksfúsa menn, sem vilja byrja
sjálfnám í hagfræði, félagsfræði og' sögu frjálsar þjóð-
stjórnar.
þá er gert ráð fyrir að í hverju hefti, eða svo að seg'ja,
komi þættir um byggingar og híbýlapiýði. Á næsta
mannsaldri verða bygð hér hús, sem kosta ef til vill tugi
miljóna. Margt af þessum bvggingum. stendur að öllu for-
fallalausu öldum saman. Miklu skiftir að vel sé bygt, fag-
ur stíll, í samræmi við nátturu landsins, að byggingarnar