Samvinnan - 01.03.1926, Page 22
16
SAMVINNAN
ástæðu, og- til þess að flutningskostnaður yrði sem
minstur, samdi það við gufuskipafélögin, er annast flutn-
inga á ám og vötnum, að þau flytji til hafnarbæjanna
alt korn er á að fara til Evrópu. Gera bændur sér miklar
vonir um framtíð þessa félags og að þeim takist að
brjóta af sér ok hveitikaupmannanna.
Bændur á Kyrrahafsströndinni eru taldir
Sölusambönd bestu samvinnumenn Bandaríkjanna.
bænda á Sölusambönd meðal þeirra á þeim slóðum
Kyn-ahafs- eru gömul, og höfðu gefist vel. það var þó
ströndinni. sérstaklega eftir ófriðinn, að bændur hóf-
ust handa, mynduðu með sér sölufélög og
þátttaka var mjög almenn. þetta á þó aðallega við bænd-
ur í þeim héruðum þar sem ávaxtarækt er yfirgnæfandi.
þegar verðfallið skall á sáu þeir að eina bjargráðið var
samvinnan. Kaupmenn létu dragast að gera samninga við
bændur þar eð verðfall var í aðsigi. Bændur áttu á hættu
að ávextirnir skemdust og að afurðirnar lækkuðu í verði.
það þurfti því samvinnu meðal þeirra til að hægt væri
að koma framleiðslunni nógu snemma á fjarlæga mark-
aði, og geta staðist flutningskostnað þangað. Sölusam-
bönd bænda eru þannig, að einstök félög fást við sölu
einnar ávaxtategundar, er svo gera með sér víðtækari
sambönd.
Samband eggjaframleiðenda á Kyrrahafsströndinni
er sölusamband fyrir egg og alifugla, er nær yfir þrj ú ríki
við Kyrrahafið. I því er fjöldi minni félaga. Viðskifta-
velta þess er stór. Sendir það eggin til stærstu borganna
víðsvegar um Bandaríkin og selur þau aðeins í stórsölu.
Reynslan sýndi, að bændur töpuðu minst
Framtíðarhorf- á verðfallinu þar sem samvinnufélögin
ur samvinn- voru sterkust, og að hin víðtæku sölusam-
unnar I bönd hafa verið til mikilla hagsbóta. það
Bandaríkjun- hefir orðið til þess, að á síðustu árum er
um. vaknaður áhugi fyrir því að efla samvinnu
bændanna. Útbreiðslustarfsemi er hafin
um öll Bandaríkin, og kunnugir menn þar vestra fullyrða,