Samvinnan - 01.03.1926, Síða 32
26
SAMVINNAN
flöturinn er horfinn. Löngu göngin líka. Leku sundin með.
Eftir er steinhús, með þægilegri íbúð á neðri hæð, geymslu
í kjallara og nokkur smekkleg súðarherbergi uppi á lofti.
voru. það gefur þeim meiri svip og um leið hefir Ásgrími
þilin ofantil eru grópuð eins og gömlu stafnamir
tekist að gera fallegar vindskeiðar til að halda að torf-
þekjunni, án þess að þær yrðu þunglamalegar randir á
múrbrúninni.
Sjálfsagt fæðast fleiri stílar hér á landi heldur en
þeir tveir, sem Amgrímur Jónsson hefir átt nokkum þátt
í að móta. En eg held að náttúra landsins falli best og
mjúklegast við þessa tvo meginstrauma í byggingarlist-
inni. I Danmörku eiga lá hús með háu þaki og stýfðum
þekjum vel við þrönga lunda, milli lágra hæða. í Noregi
eiga háu þökin með mörgum hornum og álmum vel við
hin háu fjöll, snarbröttu hlíðar og hin háu, beinvöxnu
grenitré. Á íslandi eru sveitabæirnir með grænu þökin og
mörgu bustirnar fram á hlaðið í dásamlegu samræmi við
fjallaumgerðina í meginhluta landsins. En sumstaðar er
náttúran enn stórfengilegri, hátignarlegri, en jafnframt
þyngri á brún. þaðan er okkur fengin fyrirmynd að halda
stílnum, sem felur í einu í sér hátíðleik hinnar stórfeldu
blágrýtisfjalla og mildi og tign grískra hofa. þó eru þær
engin stæling, heldur aðeins skyldleiki í fegurð og hátíð-
leika.
Mér hefir þótt hlýða í fyrsta þætti þessa greinabálks
að byrja á sjálfri undirstöðunni, samræmi bygginganna
við umhverfið og náttúru landsins. Frá mínu sjónarmiði
hefir Ásgrímur Jónsson gert geysimikið til að marka að-
allínumar í þessu efni. En þar hafa margir aðrir unnið
að samhliða, og sumir ef til vill fyr, þótt mér sé ekki um
það kunnugt. En viljandi verður hér engu gleymt. Allar
þær fyriimyndir sem miða til umbóta á byggingunum
hér á landi, og til spyrst, eiga að koma fyrir augu þjóð-
arinnar og verða á þessu sviði lampi fóta hennar og ljós
á hennar vegum.