Samvinnan - 01.03.1926, Side 42
36
SAMVINNAN
útsvörin, þ. e. eftir efnum og ástæðum. þetta verður að
vera svo meðan hagskýrslur eru ekki til; en við nánari
athugun og þegar skýrslur fara að koma út, sem byggja
má á, mætti eflaust breyta þessu, ef það sýndist þá hag-
kvæmara. Viðvíkjandi því, ef einhverjir vildu kalla slíkan
skatt rán, eða eignarnám, skal eg geta þess að í Englandi
komst tekjuskatturinn á hæstu tekjum upp í 80% á stríðs-
árunum. þannig hefir t. d. Zöllner stórkaupmaður í New-
Castle sagt mér, að hann hafi orðið að greiða um 80% i
cekjuskatt á þeim árum, og datt engum í hug að nefna
það eignarnám. Og það sem Englendingar lögðu á sig til
þess að vinna ófriðinn, til þess að verja fjör og frelsi,
getum við verið þektir fyrir að gera til að viðhalda í góðu
gengi þeim atvinnuvegi okkar, sem okkur hefir borið
gegnum aldirnar.
Eg hefi svo ekki fleira, sem eg þarf að taka fram, að
þessu sinni, en eg geri ráð fyrir að ef þessi háttvirta þing-
deild álítur málið þess vert, að láta það fara til annarar
umræðu, þá verði því einnig vísað til nefndar, og yrði það
þá annaðhvort fjárv.n. eða fjhn. og læt eg yfir höfuð hæst-
virtan forseta úrskurða um það, hvaða nefnd skuli taka
við þessu frv. Framh.