Samvinnan - 01.03.1926, Síða 49
S A M V I N N A N
43
og hagfræði. Voru það rit David Hume er beindu huga
hans að þjóðmálunum. Að náminu loknu settist hann að
í Edinborg og hélt þar fyrirlestra í heimspeki, réttar-
fræði og þjóðfélagsvísindum. Fyrirlestrar hans vöktu
mikla athygli og umræður meðal mentamanna. Efni þeirra
vár hið sama og sem hann skýrði nánar síðar í bók sinni
um þjóðarauðinn (The wealth of nations).
Stefna hans í þjóðmálum og réttarfari mótaðist
og þroskaðist á þessum árum. Náttúruréttarfræðin
höfðu vakið áhuga hans fyrir frelsi einstaklings-
ins. Hún var hans kærasta viðfangsefni. Fór svo mikið
orð af lærdómi og hæfileikum Adams Smith, að hann var
skipaður háskólakennari í heimspeki við háskólann í Ed-
inborg, og gegndi hann því embætti í þrettán ár. Á þeim
árum gaf hann út bók heimspekilegs efnis, er bar orðs-
týr hans víða vegu. þegar hann lét af embætti hélt hann
til Frakklands og dvaldi þar nokkur ár. Kynti hann sér
franskar bókmentir og stjórnmál. Dvaldi hann löngum
hjá bókmentafrömuðum Frakklands, þar á meðal aðal-
mönnum búauðunga. Eftir að hann var horfinn heim til
Englands aftur settist hann að í Kircaldy, og bjó þar
um tíu ára skeið. Á þeim árum vann hann aðallega að
bók sinni um þjóðarauðinn. Hann var til þessa verks
færari en flestir aðrir. Frá því á háskólaárum sínum
hafði hann í tómstundum sínum lagt stund á þjóðmeg-
unarvísindi og hliðstæðar fræðigreinar. Enskar og fransk-
ar bókmentir í þessum greinum voru honum gagnkunnar.
Varð hann í Frakklandsför sinni fyrir áhrifum af búauð-
ungum, ýms hugtök hagfræðinnar er honum voru ekki
með öllu ljós áður, hafði hann frá þeim. Hann dvaldi lang-
vistum í mestu iðnaðarborg Skotlands, Edinborg, og fann
þar á verklegum sviðum mörg dæmi sínu máli til sönn-
unar.
Athugull og samviskusamur vildi hann láta sjón
vera sögu ríkari. Fór hann víða til þess að kynna.
sér verklegar framkvæmdir og gang atvinnumála. Stór-
iðnaðurinn færði honum hvívetna heim sannir um það