Samvinnan - 01.03.1926, Page 54
48
S A M V I N N A N
laginu og byrjar aftur upp á eigin spítur. Um þær mund-
ir hafði maður í Hafnarfirði látið gera hinn fyrsta „kassa-
bíl“, þ. e. bíl með föstu tréskýli yfir, mörgum litlum gler-
gluggum og föstum sætum. Gátu miklu fleiri menn setið
í þessum bifreiðum, heldur en hinum útlendu. Jafnhliða
lækkaði taxtinn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um
2/3. hluta. Eftir nýár 1923 lætur Zófónías byggja tvo
kassabíla til austurferða. Framsóknarmenn höfðu þá kom-
ið gegnum þingið dálítilli fjárveitingu til að gera fólks-
flutning ódýrari austur í sveitir. Zófónías sótti um styrk
þennan, og fékk af honum 2000 kr. hjá Kl. Jónssyni ráð-
herra. Líklega hefir jafnlítill styrkur sjaldan eða aldrei
hér á landi valdið eins miklum sparnaði í samgöngumál-
um eins og þessar 2000 kr. Zófónías setti taxtann fyrir
sætið í kassabíl austur að Garðsauka 11 kr. og aðrar
skemmri vegalengdir eftir því. Hélt hann uppi það sum-
ar og fram á haust áætlunarferðum með bílum þessum
bæði austur í Rangárvallasýslu og upp á Skeið, inn í hjarta
Árnessýslu. Um sama leyti var Stefán Diðriksson kaup-
stjóri á Minniborg tekinn að flytja fólk úr Biskupstung-
um, Grímsnesi og Laugardal fyrir jafnlágt gjald og Zó-
fónías milli Reykjavíkur og þessara héraða. Ekki var
laust við að þessi nýbreytni vekti litla óánægju hjá sum-
um öðrum bílaeigendum. Einn slíkur maður sagði við mig
vorið 1923, að hann áliti það óðs manns æði að fara með
yfirbygða bíla austur yfir Hellisheiði og niður Kamba.
Sá maður hefir þó síðar snúist frá þessari skoðun, og
fylgt fordæmi Zófóníasar, án þess að til skaða hafi orðið.
þessi nýbreytni Zófóníasar um mannflutninga í yf-
irbygðum bifreiðum eftir austurvegum hefir haft geysi-
mikil áhrif. Fargjöldin lækkuðu svo stórkostlega alt í
einu, að slíks eru engin önnur dæmi í samgöngusögu ís-
iendinga. Nálega allir sveitamenn notuðu þessa bíla bæði
til kaupstaðarferða og til að flytja og sækja kaupafólk.
Aðrir bifreiðaeigendur sáu að ekki var til nokkurs að
ætla að keppa við yfirbygðu bílana með venjulegum bíl-
um, nema að því er snerti ferðalög efnamanna. Komu því