Samvinnan - 01.03.1928, Síða 19
SAMVINNAN
13
ríkinu einu ura 29 þús. vöruflutningabíla1). Plutningur
þeirra á því ári nam 93 milj. tonn-km. Ef umferð á göt-
um borganna og á öðrum vegum en ríkisvegunum væri
talin með, mundi tala þessi verða miklu hærri. Eftirfar-
andi skýrsla sýnir, hvernig vörumagn það, sem flutt var
alls, skiftist eftir vegalengdinni.
Mest er flutt af vörum um vegalengdir, sem eru fyrir
neðan og um lb km. Stafar það að nokkru frá hinum
tíðu ferðum bílanna frá borgunum til hins þéttbygða um-
hverfis þeirra. Um 350 vörutegundir hafa verið fluttar
með bílunum. Mest af þeim eru matvörur.
Skýrsla III.
Vegalengd í km. °/o af öllu sem flutt var. Vegalengd i km. °/o af öllu sem flutt var. Vegalengd i km. °/o af öllu sem flutt var.
0—15 36,3 80—96 4,6 162 og
16—31 19,2 96—114 2,2 lengra 8,6
32—47 11,6 115—128 2,6
48—63 9,1 129—144 0,8 Alls 100,00
64—79 4,0 145—161 1,0
Pramanskráðar skýrslur, sem teknar eru eftir „The
Connecticut Transportation Surway“ (Pubiic Roads No. 7,
1926), gefa gott yfirlit um notkun bílanna í Bandaríkjun-
um. En þær segja ekkert beinlinis um verkaskiftinguna
milli bíla og járnbrauta. Það atriði var rannsakað sér-
staklega. Var gerður ítarlegur samanburður á bilvegum
og járnbrautum, er samhliða lágu. Vegir þeir, er svo voru
athugaðir, voru misjafnlega langir, alt frá 27 km. upp að
225 km. Alstaðar var um að ræða bein sambönd, bæði
með bílvegum og járnbrautum.
Milli tveggja borga í Connecticut er 27 km. með járnbraut
!) Áður i greininni hafa verið taldir allir bilar, sem um veginn
fóru, útlendir og innlendir.