Samvinnan - 01.03.1928, Side 25
SAMVINNAN
19
járnbrautarvögnum þessa sama félags. Á austurströnd
Bandaríkjanna eru fargjöld samt venjulega nokkru hærri
með bílum en járnbrautum, en menn eru fúsir til að borga
þau af því að bílarnir eru fullkomnari farartæki. Hvergi
eru hinir stóru fólksflutningsbílar eins mikið notaðir og í
Californiu, einmitt ríkinu þar sem flestir eru „privatu
bílar. Bílafélögin hafa mjög stóra sameiginlega bilastöð í
Los Angelos, og þaðan ganga bílarnir daglega, og jafnvel
oft á dag, til hvers smáþorps í Caleforníu. Prá Los An-
gelos eru daglegar ferðir til San Francisco, sem er í 720
km. fjarlægð, og er sú vegalengd farin á ca. 16 tímum.
Á milli þessara staða ganga sérstakir bílar, sem ætlaðir
eru ferðamönnum, sem ekki eiga sérlega annríkt, og eru
þeir 3 daga á leiðinni. Fargjald þessara bíla er lægra en
járnbrautanna og aðsóknin að þeim er geysimikil. Hið
fagra landslag á vesturströndinni, sem ferðamennirnir
flestir eru að skoða, veldur því að þeir kjósa heldur bíl-
ana. Auðvitað geta menn því nærri, að á milli þessara
stórborga liggja járnbrautir með fullkomnum tækjum og
tíðum ferðum.
— Þýðingarlaust er að nefna fleiri dæini um fram-
farir og aukna notkun bílanna í Bandaríkjunum. En að
lokum skulu tekin upp orðrétt umæli, sem einn af óvin-
um bílanna, Mr. Ralph Rubb forstjóri, „Great Northern
Railway“, hefir um þá. Hann kemst svo að orði: x)
„Now, steam and electric lines, which had surpassed
all others in the field of transportation, have encountered
something, that exeels them both in certain particulars
and under certain conditions. They find local traffic is
taken from them by the most universal of all carriers, the
motor car on the highways. As in former competitions
between old and new means of transport, that which gi-
ves most of what public wants will win.“
Sumir járnbrautaeigendur hafa haldið því fram, að
b Railway Rewiew Api-il 24, 1926.
2*