Samvinnan - 01.03.1928, Síða 49
S A M V I N N A N
43
. . svefninn endalaus
umgirðir þeirra dofinn haus“.
Og í bræði sinni kveður hann upp þann þunga dóm, að
svo sé að sjá,sem þetta land byggi tóm „skuggafífl og
þokuþjónar“.
Þessi ummæli Eggerts eru að vísu nokkuð almenns
eðlis. Þau vitna um ólgu 'í blóði heithuga æskumanns.
Þar eru tákn ósvikinna og einlægra tilfinninga. Svo talar
sá, sem sjálfur er hrifinn og vill hrífa aðra. En Eggert
var meira en ádeilumaður. Hann gjörði sér glögga grein
fyrir sínu heitasta áhugamáli. Og þetta mikla mál var
viðreisn og efling landbúnaðarins. Hann vildi gjöra Is-
lendinga að bændaþjóð, rækta landið og skapa heilbrigt
sveitalíf á grundvelli fomrar menningar. Vert er að
gefa því gaum, hver hann var þessi maður, sem gerðist
svo ákveðinn forvígismaður landbúnaðarins, sem raun
varð á. Hann var eigi hugsunarlaus fleiprari, sem fór
eftir dutlungum einum. Nei, þetta var gáfaður og alvöru-
gefinn vísindamaður, alinn upp með gætnum mönnum og
glöggum, var sjálfur reyndur að atorku og samvisku-
semi í hvívetna. Og full skil kunni hann á málum þeim,
er hann tók nú til meðferðar. Allra sinna samtíma-
manna var hann kunnugastur landi og þjóð, sögu og
menningu.
Eggert var alinn upp í því héraði landsins, Snæfells-
nesi, þar sem mest var rekinn sjávarútvegur, að Suður-
nesjum frátöldum. Skorti hann því eigi kunnugleik á
þeim atvinnuvegi. Gat og engin hreppapólitík valdið því,
að hann bæri kala til sjómanna og starfs þeirra. En ein-
mitt af því að hlutdrægni getur naumast komið til greina,
er eftirtektarverð afstaða hans. Hann gjörðist ákveðinn
talsmaður landbúnaðarins gegn sjávarútveginum. Ef til
vill hefir hann fyrstur manna bent á þá hættu, er stafar
af flutningi fólks úr sveitunum til sjávarþorpanna. Kem-
ur þetta greinilega fram í Ferðabókinni. Þar talar hann
um „misbeiting fiskiveiðanna til tjóns fyrir landbúnað-
inn“. Hann lítur með velþóknun til fyrri tíma, er „ís-