Samvinnan - 01.03.1928, Blaðsíða 50
u
S A M V I N N A N
lenski bóndinn stundaði sín réttu störf og varð þess vegna
heilbrigður og ríkur meir en nú gerist“. Þess hefir hann
þóst sjá merki, að ef annarhvor atvinnuvegurinn efldist
mjög, mundi það verða á kostnað hins. En það að hverfa
frá landbúnaði var í hans augum hið sama fyrir þjóðina
og að glata sálu sinni.
Á meðan Eggert vann að Ferðabókinni dvaldi hann
að mestu í Sauðlauksdal hjá mági sínum síra Bimi Hall-
dórssyni. Hvergi undi hann sér eins vel og þar. Olli því
eigi síst hinn mikli áhugi síra Björns fyrir framförum bú-
skapar og þó einkum j arðrækt. Var Sauðlauksdalur um
hans daga eitt hið mesta fyrirmyndarheimili í landinu.
Síra Bjöm gjörði svo sem kunnugt er, garðyrkjutilraunir
í stómm stíl. Ræktaði hann fyrstur manna kartöflur á
Islandi. Atli og Arnbjörg nefndust rit tvö, er síra Bjöm
samdi til leiðbeiningar um búskap, annað handa bændum
og hitt handa húsmæðrum. Munu skoðanir þeirra Eggerts
hafa fallið mjög saman, og mat Eggert hann mikils. Garð-
amir í Sauðlauksdal hlutu að benda Eggert á — þótt eigi
hefði annað verið — að íslenskur landbúnaður ætti sér
miklu glæsilegri framtíð en flestir ætluðu. — 1 görðum
úti hafði síra Björn látið gjöra skemtiskála eða „lysti-
hús“. Þar sat Eggert löngum og sá framtíðarsýnir. Hann
sá landið gróið þar sem áður var auðn ein, græn tún og
garða sána. Fyrir hugskotssjónum hans risu hvai’vetna
snotur vingjamleg býli. í eyrum hans hljómaði glaðværð
hraustrar og tápmikillar bændaþjóðar, sem elskaði heim-
ilin sín og dáðist að fegurð náttúrunnar. Sú þjóð átti
nógan andlegan þrótt til að verja sál sína fyrir skuggum
skammdegisins. Þá orkti hann Búnaðarbálk.
Búnaðarbálkur er orktur um 1760. Fyrsti kvæða-
flokkurinn, Eymdaróður, er svo sem áður var sagt á-
deila. En mestur hluti Ijóðanna er lofsöngur um sveita-
líf. Hvergi kemu r betur fram en þar hve lifandi áhuga
Eggert hefir á ræktun landsins. Hann er óþreytandi að
telja nytjaplöntur þær, er hér megi þrífast og verða
mönnum að notum. Mikill hluti kvæðanna er því fremur