Samvinnan - 01.03.1928, Page 56
50
SAMVINNAN
sem allra víðast, að rækta þéttan skóg í skjóli við hvern
bæ.
Skipulagi íslensku kauptúnanna og kaupstaðanna
hefir verið og er enn mjög ábótavant. Einn af göllunum
á byggingarlaginu hefir verið dreifing húsanna. Má í
Reykjavík sjá þess víða sorglegan vott, en hvergi fremur
en í Skólavörðuholtinu, í nýbygð þeirri, er þar hefir verið
Bankahúsin í Reykjavík.
gerð síðustu árin. Stjórn Landsbankans hefir gert mjög
virðingarverða tilraun til að ráða bót á þessu meini.
Bankastjómin lét reisa 12 hús í einni röð, stafn við stafn,
vestan til í Reykjavík og seldi síðan húsin eins og þau
höfðu kostað, með hagkvæmum borgunarskilmálum. En
eina kvöð lagði bankinn á hvem kaupanda. Hann mátti
ekki selja húsið, nema með leyfi bankans, og aldrei getur
tilefnislaus verðhækkun náð til þessara húsa. Þau eru
undanþegin valdi húsabraskaranna.
Guðjón Samúelsson húsameistari réð gerð og útliti
þessara húsa með bankastjóminni. Hver íbúð er sjálf-
stæð og út af fyrir sig. Tvennir inngangar. Kjallarinn er
hár og vandaður, og er þvottahúsið í honum, auk
geymslu. Á aðalhæð er vinnuherbergi fólksins, en á loft-