Samvinnan - 01.03.1928, Side 67
SAMVINNAN
61
frá ritstjóra þessa tímarits til hr. Fr. Voigts í Viby, en
hann er einskonar fræðslumálastjóri hjá dönsku kaup-
félögunum. Vegna þess tókst mér að komast í kynni við
mörg hin merkustu kaupfélög, sem annars hefði verið ill-
kleift. Voigt kvað það gleðja sig, ef erlendir menn vildu
kynnast starfrækslu félaganna í Danmörku, og útvegaði
mér þegar stað í kaupfélaginu í Viby. Þetta kaupfélag er
ekki mjög stórt, enda er bærinn fremur lítill, álíka stór
og Hafnarfjörður. Samt stóð það ekkert í veginum fyrir
þrifum félagsins. Félagsmenn eru um 400 og ársvelta fé-
lagsins 300 þús. kr. Kaupfélagsstjórinn, J. Brand. sagði
mér, að fyrir 12 árum, er hann tók við stjórn félagsins,
hafi ársveltan verið um 4 þús. kr. eða rúmar 10 kr. á dag.
Þannig hefir hann lyft félaginu upp á tiltölulega fáum
árum, með dugnaði og atorku, og það sem betra var, með
viðskifta- og félagsmönnum, er trúðu á ágæti hugsjónar-
innar. í Viby var eg einn mánuð, og þaðan hélt eg til
Sönder-Onsild. Það er 84 km. frá Árósum. í Onsild er eitt
af stærstu kaupfélögum Dana; raunar er stærsta félagið,
er Danir eiga, í Helsingör, en Onsild-félagið er eingöngu
bændafélag, því að þorpið er ekki stærra en það, að íbúar
eru eigi yfir 300; samt var ársvelta félagsins síðastliðið
ár, 1925, ein milj. kr. I Onsild er einnig eitt hið stærsta
og öflugasta mjólkurbú, er Danir eiga á Jótlandi. Eitt af
^ því, er bændur versla afarmikið með, er fóðurbætir.
Kaupfélögin í Onsild og Stövring versla næstum eins
mikið með fóðurbæti og tilbúinn áburð eins og matvörur
og aðrar lífsnauðsynjar. Yfirleitt hugsa danskir bændur
á þá leið, að skifta eingöngu við kaupfélögin, hvort sem er
byggingarefni, áburður, skepnufóður eða matvörur.
Lítið dæmi um staðfestu samvinnubændanna dönsku
er atvik frá Jydsk-Andels-Foderstofforretning í Aarhus
og Aalborg. Fyrir nokkrum árum var félag þetta illa
statt, og félög þau, er keyptu vörur sínar hjá því, urðu að
greiða hærra verð en aðrír gerðu í öðrum herbúðum, þ. e.
hjá heildsölum, er gerðu alt sitt til þess að ná yfirhönd
á versluninni og steypa J. A. F. En félagið átti góða og