Samvinnan - 01.03.1928, Page 70

Samvinnan - 01.03.1928, Page 70
64 S A M V I N N A N málin, enska og þýska, svo og hagfræði og vélritun, enda er námstíminn hér lengri. Skólinn byrjar í nóvember og endar 31. mars. Nemendur verða að vera fullra 18 ára og hafa unnið í kaupfélagi minst 2 ár. Danskir kaupfélagsstjórar hafa með sér félagsskap. Félagi þessu er skift niður í deildir eftir héruðum. Fé- lagsmenn í hverri deild koma saman einu sinni á ári sér til skemtunar. Auk þess halda þeir fundi 2—3 á ári til þess að ræða áhuga- og framfaramál sín og félaganna. Eg var svo heppinn að vera á einni slíkri samkomu, er kaupfélagsstjórar héldu í júlímánuði, og þótti mjög skemtilegt að heyra umræður þeirra. Þá er þeir komust að því, að meðal þeirra væri íslendingur, er væri í Dan- mörku til þess að kynnast dönskum kaupfélögum og starfsemi þeirra, spurðu þeir mig margs frá samvinnu - hreyfingunni heima og gengi hennar og þrifum. Reyndi eg eftir bestu getu að greiða úr spurningum þeirra, og þótti þeim við vera furðu langt á veg komnir, er þeir heyrðu, að við hefðum samband og samábyrgð, einkum þó þeir, er enga hugmynd höfðu um það, að við á íslandi þektum nokkuð til samvinnu eða kaupfélagsskapar. Sam- ábyrgðin er talin höfuðeinkenni samvinnunnar í Dan- mörku; nálega ekkert félag er án hennar. Að síðustu langar mig til þess að minnast ofurlítið á kaupfélagið í Kaupmannahöfn. Félag þetta hefir smátt og smátt, með óþreytandi elju og dugnáði félagsmanna og starfsmanna, rutt sér braut gegnum marga erfiðleika, hleypidóma almennings og harða samkepni kaupmanna. En það hefir sannast á félaginu, að ekki verður ófeigum í hel komið, og nú eru kaupmenn farnir að sjá, að félagið dafnar ætíð betur og betur og hafa lagt niður ofsóknirnar að mestu. Eins og áður er sagt, kom verulegur skriður á kaupfé- lag Kaupmannahafnar (Hovedstadens Brugsforening) 1916. Það ár hafði félagið 48 deildir víðsvegar um borg- ina. Á þessum 9 árum, frá 1916—1925, hefir félagið dafn- að það mikið, að það hefir nú 33 útibú og 105 deildir á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.