Samvinnan - 01.03.1928, Síða 71
SAMVÍNNAN
65
víð og dreif um borgina. Varasjóður þess er 1.290.793 kr.
og sjóðir félagsmanna 1.218.888 kr. Aðrar eignir eru 2¥■>
miljón og tekjuafgangur á síðastliðnu ári nam 466,262 kr.
Þetta eru háar tölur, og okkur þætti gott, ef öll okkar fé-
lög gæfi tiltölulega svo góðan arð. En slíku er eigi að fagna
á krepputímum. Eg var 1 einni af búðum félagsins í
nokkra daga og heimsótti stærsta útibúið. Þar eru
sex búðir saman, nýlenduvörur, kjöt, grænmeti, járnvör-
ur, skófatnaður og álnavörur. I þeim búðum, sem versla
með kjöt, grænmeti og álnavöru, eru stúlkur við af-
greiðslu, en karlmenn í hinum. Öll umgengni er snildarleg,
enda strangt eftirlit af hálfu yfirmanna. Öll verslunin er
gegn greiðslu við móttöku varanna. í bæjunum hefir al-
veg tekist að girða fyrir lánsverslun og að miklu leyti í
sveitunum. Valda þar mestu um hinar góðu samgöngur,
og að bændur koma afurðum búa sinna svo að segja dag-
lega á markað. En þó að aðstaðan sé að mörgu auðveldari
í Danmörku en hér, getum við margt lært af reynslu
þeirra.
Jón Bjarnason,
frá Iivammi í Skorradal.
5