Samvinnan - 01.03.1928, Page 72
Kaupfólög’in.
Með iðnaði sínum stefna kaupfélögin að
Jarðyrkja. því, að framleiða verksmiðjuvarning ýmis-
konar, og sömuleiðis klæðnað. Einnig láta
þau tilreiða matvörur (niðursuða o. fl.). En þessar iðn-
aðarvörur eru þó ekki nema lítill hluti af varningi þeim,
sem kaupfélögin versla með. Mikill meiri hluti þeirra
verslar með nýlenduvöru, brauð eða grænmeti, það er að
segja ýmiskonar vöru, sem framleidd er með ræktun jarð-
ar, innanlands eða utan. Þá má og nefna olíu og kol, sem
að vísu eru unnin úr jörðu, og eru mjög stór liður í veltu
félaganna.
Það er þá auðsætt, að til þess að kaupfélögin verði
sjálfstæð, að því er snertir framleiðslu þeirra nauðsynja,
er þau þurfa að sjá félagsmönnum fyrir, þá hljóta þau
einnig að stunda kornyrkju og ýmiskonar jarðrækt og
jafnvel námurekstur. En þar sem hér er um að ræða mjög
misjafna aðstöðu til ræktunar og ólíkar þarfir, þá leiðir
það af sjálfu sér, að félögin verða að ráða yfir landi víða
um heim, eftir því sem gróðrarskilyrði og landgæði benda
til um ræktun og framleiðslu margskonar jarðarávaxtar.
Það er nú langt síðan, að mönnum var það ljóst. að
kaupfélögin hlyti að stefna að því fyr eða síðar að eign-
ast land til ræktunar. Og styrjöldin mikla hefur gefið
þeirri stefnu byr undir vængi. 1 baráttu þeirri, er félögin
háðu þá við dýrtíð og hóflausa gróðafíkn, kom það greini-
lega í ljós, að þau gátu ekki notið sín til hlítar, sökum þess
að þau áttu ekki ráð á sjálfum meginupptökum framleiðsl-
unnar: ræktarjörðinni og- hráefnunum. Það er auðskilið