Samvinnan - 01.03.1928, Síða 79

Samvinnan - 01.03.1928, Síða 79
SAMVINNAN 73 svo koll af kolli áfram, eins og hjá öðrum þjóðum. Við höfum verið lausir við þetta að þessu og getum verið lausir við það enn. Það er fullkomlega réttmætt og sjálf- sagt, að við notum okkur menningu annara þjóða til eft- irbreytni, en óviðeigandi og óverjandi af þingi og stj óm að innleiða hér hjá þessari frjálshyggjandi þjóð það fyr- irkomulag, sem hefir í för með sér þann mesta þrældóm og þá mestu eymd, sem sögur fara af hjá stórþjóðunum. Það er gamalt íslenskt spakmæli, að „með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða“. Þingi og stjórn ber skylda til, gagnvart öllu góðu, bæði í sjálfum þeim og öðrum og samkvæmt stöðu sinni, að sjá um, að þetta böl endurtaki sig ekki aftur og aftur. Eg efa það ekki, að þeir sjái ráð, ef viljinn er góður og einurðin nóg gagnvart þeim sterku og löngunin einlæg til að gera öllum borgur- um ríkisins jafnhátt undir höfði. En úr því að eg fór að skrifa um þetta málefni. Þá er líklega rétt að skýra frá því, er mér sýnist í fljótu bragði eðlilegast og að gagni megi koma. Stjórn og þing verður að afla sér upplýsinga um það, hver meðalafli hefir verið á togurum í 5—10 síðustu árin og hvað mikill hluti af fiskinum á meðaltalsskipinu hefir farið til að borga mönnunum. Upp á þann hluta úr aflan- um á að ráða skipshöfnina, hvort sem það er Vio eða i/oo partur. Og þeir verða að fá það verð, er fyrir fiskinn fæst af skipinu, hvort sem hann er seldur innanlands eða utan. Lög um þetta efni mætti setja styttri eða lengri tíma og endurskoða þau svo og endurbæta, eftir því sem reynslan segir til að rétt sé. Hlutföllin milli mannanna í þeirra hluta færi svo eftir því sem kauphlutföll þeirra hafa verið að undanfömu. Að mínum dómi ættu tröppu- stig á kaupi háseta að vera þrjú. Lægsta kaup t. d. fyrir viðvaninga, meðalkaup og hæsta kaup. Og skipstjóri og stýrimenn röðuðu svo niður í flokkana, þegar þeir teldu sig vera búna að fá reynslu á mönnunum, og bæru það svo undir atkvæði meðal skipshafnarinnar. Gæti vel svo farið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.