Samvinnan - 01.03.1928, Síða 80
74
S A M V I N N A N
á sumum skipum, að allir yrðu í miðflokki, en um það geta
engir betur dæmt en mennirnir sjálfir. Hásetar verða að
hafa rétt til að láta einhvern trúnaðarmann sinn endur-
skoða alla reikninga útg'erðarinnar, og kæmi til þess, að
endurskoðari skipshafnarinnar teldi reikningana eitthvað
athugaverða skipsmönnum í óhag og reiðari vildi ekki
viðurkenna, þá ættu endurskoðendur landsreikninganna að
endurskoða þá og gefa úrskurð. Þetta þarf að gerast, til
þess að ekki verði hægt á nokkurn hátt að rýra hlut sjó-
mannanna. Og svo til þess að hægt sé, þegar lögin verða
endurskoðuð, að sjá, hvort þessi hlutföll séu rétt, hvort
skipshöfnin ábatist tiltölulega ofmikið eða öfugt, saman-
borið við útgerðina, það er að segja á meðalalfafiski. Því
annars þarf að breyta hlutföllunum.
En þetta hefir ýmsa kosti í för með sér fyrir báða
aðila. Fyrst og fremst að það, að reynslan hefir sýnt héi’,
að betur aflast þegar mennimir eru upp á hlut. í öðru
lagi, að þeir, sem afla vel og hafa meira að gera, þeir bera
meira úr býtum. Og ættu útgerðarmenn sannarlega að
geta unnað þeim þess. f þriðja lagi, þegar lítið aflast
er minna að gera og kaupið verður líka ef til vill lítið, en
útgerðarmenn ættu þá líka að geta staðist betur við að
halda áfram útgerðinni, og engin ástæða fyrir háseta að
vera óánægðir við reiðarann, þótt þeir beri lítið úr být-
um, því varla mun þá skorta einurð til að krefjast þess, að
útgerðin sé fullkomlega úr garði gerð svo að þeir geti afl-
að eins og hinir. Með þessu uppölum við frjálsa og betur
mentaða sjómannastétt, en ekki þræla, sem ýmist fylgja
auðmönnum eða öreigum að málum og hafa enga sjálf-
stæða skoðun. Á sama hátt mætti rannsaka, hver hluti
aflans hefir gengið til að borga vinnu við fiskverkun, t. d.
á skippundi, og láta fólkið hafa það á skippundið, sem svo
skiftist á milli þess eftir áðurtöldum þremur kauphlut-
föllum. Ef að það ynni svo vel, að það gerði betur en
vinna það, sem áður var meðaltal, skiftist 3/4 þeirrar upp-
hæðar, er á ynnist af betri vinnubrögðum, milli fólksins,
sem ynni, en i/4 rynni í sjóð til styrktar þeim, sem á ein-