Samvinnan - 01.03.1928, Side 90
84
S A M V I N N A N
ast, að á þeim leikvelli lífsins gætir þess minst, sem við-
kvæm og óþroskuð bamssálin þarfnast mest. Hinsvegar
verða blessuð börnin þar fyrír ýmsum vondum og sið-
spillandi áhrifum, er sumt loðir við þau alla æfi síðan,
því hið illa er oft auðlærðast. I sveitinni er æfinlega
langtum auðveldara að fást við uppeldi barnanna. Þar er
umhverfið ekki eins spilt, og þar gætir utanaðkomandi á-
hrifa ávalt mikið minna. Sveitin er jafnan heilsusamlegri
en kaupstaðurinn. Börnin geta og furðu fljótt farið að
hjálpa hinum eldri við ýmsa vinnu, bæði úti og inni, er
gerir þau vinnusöm og heilsuhraust. Þau venjast ekki á
iðjuleysi, ónytju rand, spjátrungshátt og tepruskap, eins
og finna má í fari marga kaupstaðarbarna, og ekki að á-
stæðulausu. Uppeldi sveitabama verðrn- því að öllu sam-
anlögðu heilsteyptara og frjórra en kostur er á í kaup-
stöðum yfirleitt.
Þá verður ekki sag-t, að algeng vinnubrögð í kaupstöð-
um séu sérlega þroskandi fyrir sálarlíf manna. Miklu
fremur eru þau langflest fábreytt og útheimta yfirleitt
ekki mikla fyrirhyggju. Verkamaðurinn er þar og ekki ó-
sjaldan aðeins hlýðið verkfæri í höndum ýmsra verk-
stjóra, og getur jafnvel mánuðum og árum saman unn-
ið sama verkið með einu eða tveimur ákveðnum handtök-
um. Kaupstaðalífið hefir því einnig að þessu leyti spill-
andi áhrif á frjálsa hugsun og sjálfstæði.
Þessu er alt öðruvísi háttað í sveitinni. IÞefði margur
sveitamaðurinn til skamms tíma getað tekið undir með
skáldinu, sem svo kveður:
„Löngum var eg læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur“.
í sveitinni er vinnan miklu margbreyttari og í meira
samræmi við hina lifandi náttúru. Hún verkar því langt
um betur á mannsandann, styrkir betur sálarkraftana og