Samvinnan - 01.03.1926, Side 99
SAMVINNAN
93
nes Oprindelse. Henry George: Freraskridt og Fattigdom.
Á sænsku: Endurlesin hagfræði Ch. Gide, bæði bindin
820 bls. Á ensku: 0. Wilde. The Picture of Dorian Gray.
Shakespeare: Macbeth, King Lear, Othello, Hamiet, Romeo
and Juliet, Merchant of Venice, Richard III. Macaulay:
Milton og Bacon. Spencer. First Principel 1—50. Ross:
Social Control, Social Psychology og The Foundations of
Sociology, Lester Ward: A Textbook of Sociology bls. 70
—190, Dynamic Sociology I.—II. 560 bls., Ch. Gide: Poli-
tical Economy. Á þýsku: Die Hundert Besten Gedichte og
Berlitz: Zweites Buch, Spielhagen: Drei Erzáhlungen. Á
frönsku: B. og Höst: Lærebog i Fransk frá bls. 61, C.
F. Jung: Lærebog i Fransk.
Við fyrstu leikritin eftir Shakespeare las Rannveig
jafnhliða íslensku þýðinguna og stundum hina dönsku. En
við hin síðari, t. d. Kaupmanninn í Feneyjum og Richard
III. aðeins frumtextann. Jafnframt las hún bók Brand-
esar um Shakespeare. Við hin ensku félagsfræðisrit hafði
hún engan stuðning nema orðabók og kunnáttu sína.
Reynslan varð sú, sem eg tel ekki ómerkilega, að það lít-
ur út- fyrir að dugandi námsmenn hér á landi eigi að
geta lesið sér til fullkomins gagns, bæði fræðibækur og
þungan skáldskap á ensku, á þriðja vetri námsins. En
þetta er nokkur nýung, því að oft hefir þótt við brenna að
nemendur úr 2—3 ára skólunum ættu eftir í enskunám-
inu erfiðasta hjallann er skólanum sleppir, og að sá hjalli
væri torfarinn, af því ekki var haldið áfram í lotunni upp
á brekkubrúnina. Ef þriðji bekkur verður framvegis fast-
ur þáttur í starfi skólans, sem líklegt má telja, er gert
ráð fyrir að verkefni kenslunnar í þeim bekk verði ein-
göngu almenns eðlis: íslenskar bókmentir að fornu og
tiýju, lesinn úrvals-skáldskapur á Norðurlandamálunum,
þýsku og ensku og jafnframt fræðibækur á þessum er-
lendu málum um sögu samvinnunnar, hagfræði og fé-
lagsfræði. Að fenginni þeirri æfingu, er álitið að nemend-
ur geti haldið áfram sjálfnámi og fræðiiðkunum á full-
orðinsárunum, samhliða hverskonar vinnu. þá er bætt