Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 11
SainbaiKlslög
íslcnzkra kaupfjelaga.
1- gr.
Tilgangur samhandsins er sá, að vinna að útbreiðslu
og eflingu kaupfjelagsskaparius hjer á landi, að auka sem
mést kunnugleika og traust hinna ýmsu kaupfjelaga(pönt-
unarfjelaga og verzlunarfjelaga) sín á miili og að koma á
samvinnu milli fjelaganna í hinum ýmsu áhugamálum þeirra.
2. gr.
Sambandið heldur aðaifundi annaðhvort ár, þegar al-
þingi kemur saman. Aukafundi skal halda, ef meiri hluti
fjelaganna í sambandinu óskar. Fundir skulu haldnir í
Eeykjavík, nema næsti fuudur á undan hafi ákveðið ann-
an fundarstað.
Sambandsfundur kýs í hvert skifti fundarstjóra og
skrifara, og rita þeir nöfn sín undir fundargerðir. Gcrða-
bók skal lesin upp og samþykkt, áður en fundi er slitið.
3. gr.
Nú óskar eitthvert fjelag inngöngu i sambandið, og
sker sambandsfundur úr, hvort fjelaginu skuli veitt inn-
ganga eður eigi. Aðalfundur getur og veitt fyrirfram til-
boð um inngöngu i sambandið þeim fjelögum, er hann til-
tekur; teljast þau fjelög með í sambandinu jafnskjótt og
þau sæta tilboðinu, og eru þcgar háð lögum þessum.
4. gr.
Hvert fjelag sendir að minnsta kosti einn fulltrúa á
sambandsfund, en heimilt er hverju fjelagi að senda tvo
fulltrúa, ef útfluttar vörur þess næsta ár á undan hafa
numið 60 þúsundum króna eftir nettóverði.