Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 49
43
sérhverri nýrri kynslóð opnast nýir vegir, nýar sjónarhæð-
ir. Hver sú kynslóð, eða hver sá einstaklingur, sem hik-
ar við að leggja fram á hinn nýa veg, eða skortir þrótt
til þess að hefja sig á nýar sjónarhæðir, heíir svikist um
hlutverk sitt, heíir svikið þjóð sína og afkomendur, svikið
mannlífið og tilgang þess. Það er afturför, því: „mönn-
unum miðar, annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á
leið“.
Flestir streitast við og verja allri ævi og öllum kröft-
um til þess að auka sín persónulegu efni, að draga sam-
an arf handa börnum sínum. Þetta er í sjálfu sér alls
ekki vítavert, eins og skipulaginu nú er háttað. En það
er mjög misbrúkað og misskilið. Því hversu miklum per-
sónulegum arfi sem vér söfnum handa einstökum mönnuin,
þá vinnum vér niðjum vorum tiltölulega lítið gagn með
því, og alls ekkert, ef niðjarnir eyða honum til ónýtis,
sem oftar á sér stað. En bætt og fegrað félagslíf er arf-
ur, sem ómögulegt er að eyða, og sem allir njóta. Glati
þjóðlífið honum, geymir sagan hann. Það er félagslífið,
skipulag þess, andi þess og stefna, sem langmesta blessun
eða bölvun hefir í för með sér fyrir kynslóðirnar og hvern
einstakling. Það er betra að vera fátækliugur í vel skip-
uðu þjóðfélagi, en að sitja í gulldyngju i því þjóðfélagi,
sem ekki verndar hið siðferðislega gildi auðsins. Engin
þjóð væri neinu nær fyrir það, þó hver einasti einstak-
lingur hennar væri millíónaeigandi, ef hún ætti engan sam-
eiginlegan auð, andlegan né líkamlegan, eða nokkurt skipulag
og félagslíf. Hún væri bara hjörð af villimönnum. En ef
vér gætum bygt oss svo réttlátt, sterkt og rúmgott skipu-
lag, að æðaslög lifsins óhindruð flyttu heilnæmt og nærandi
blóð út í hvern einasta lim, skipulag, sem gerði þekking-
una og siðmenninguna að sameign allra manna, sem skifti
gæðum lífsins jafnt á milli mannanna, en færi sparlega og
drjúglega með þau, — þá værum vér menntaðastir allra
þjóða, þá mundu börn vor og niðjar bjargast vel, og blessa
minningu vora og gjöf lifsins, þótt ekki hlotnaðist liverjum