Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 43

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 43
37 skiftamálum, og sem í rauninui er friðsöm og kyrlát bylt- ing, sem ummyndar þjóðfélögin gagngert. Aðaleinkenni þess- arar stefnu eru: 1. að allir samskonar atvinnurekendur í hverju landi ganga í sjálfsábyrgðarfélög (cooperativ eða solidarisk) til þess að koma reglubundnu skipulagi á fram- leiðsluna, ílutning hennar og sölu; allt á kostnað og á- byrgð framleiðenda, sem þá eru einnig einir um arðinn. 2. að allur verkalýður gengur í sjálfsábyrgðarfélög, til að gæta réttar síns gagnvart stærri atvinnurekendum, og ná hlutdeild í arði og ábyrgð hinna framleiðandi atvinnuvega. 3. að ríkið (landstjórniruar) skerst í leikinn og gerist ó- hlutdrægur dómari í öllum misklíðum þessara flokka eða félaga, og vakir yfir því, að enginn þcirra misbjóði öðrum eða kógi, og hefir sú afskiftascmi gengið svo langt, að í Englandi hefir landstjórnin ákveðið vinnutíma í verksmiðj- unum, og í Ameríku flutningstaxta á járnbrautum hinna stóru brautartélaga. í stuttu máli: stefnan er sú, að ríkið hafi yfirumsjón atvinnuveganna og viðskiftanna, eins og hvers annars, er þjóðirnar varðar, án þess sjálft að vera atvinnurekandi, en það er einmitt þetta, sem allir friðsam- ir og vísindalega hugsandi sósíalistar vilja og vona að verði. Af þessari hreyfingu má og nokkurnveginn gera sér hug- mynd um, hvernig skipulag mannfélagsins muni verða, er fram á næstu öld kemur. Hér á landi eru þessar kyrlátu og friðsömu byltingar lítt þekktar. Hér hafa þær ekki gert vart við sig annar- staðar en í kaupfélagsskapnum. Ekki svo að skilja, að í byrjun hans væru mönnum kunnar eða Ijósar þessar stefn- ur og hreyfingar hjá öðrum þjóðum, svo að hann yrði byggöur á þeim eða settur i samband við þær; þeir kaup- félagsmenn eru ef til vill færri enn í dag, sem það gera. En þeim, sem álíta kaupfélagsskapinn annað og meira en augnabliks- eða millibils-ástand, og hafa reynt að gera sér grein fyrir stefnu hans, eðli og áhrifum, getur ekki dulist, að hann er alveg sama eðlis sein félagsskapur sá, er hér hcfir verið lýst, að í honum or fólginn vísir til friðsauirar

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.