Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 70
64
ef það ætti að taka fram því, sem birzt liefir í Þjóðólfi
og BÚDaðarritmu.
Mönnum er nú ljóst, að eitt meðal annars, sem skilur
dönsk kaupfjelög og íslenzk, eru afskifti íslenzku fjelag-
anna af útflutningsvörunum. Fjelög vor hafa fiest það
markmið að auka og bæta framleiðslu á innlendum verzl-
unarvarningi, og koma lionum í sem hæst verð. Þetta
hlutverk láta dönsku kaupfjclögin sjer óviðkomandi; þau
gera aðeins ráð fyrir að útvega vörur handa fjelagsmönn-
um, og að þeir borgi þær í peningum.
En það eru aðrar stofnanir í Danmörku, sem um all-
langan tíma hafa haft með höndum þetta hlutverk vorra
kaupfjelaga, sjerstaklega að því er snertir framleiðslu og
verzlun með sinjör og svín. Mætti nefna það samlagsstofn-
anir, en Danir kalla það „Andelsmejeri11 og „Andelsslagte-
ri“. Eins og kaupfjelög vor setja strangar reglur um mót-
töku á ull, fiski og sauðfje, og haga svo mati og verð-
skiftingu, að það góða njóti sín sem bezt, en úrkastið verði
útilokaö, eða sæti rjettu verðfalli, á sama hátt eru svínin
hjá Dönum tekin á samlagssláturhúsin eftir fastákveðnum
reglum. En þessar samlagsstofnanir fara lengra; þær taka
að sjer smjörgerðina, t. d. eins og ef kaupfjelög vor tækju
að sjer að verka allan fiskinn á einum stað á kostnað eig-
endanna, eða tækju alla ull óþvegna og Ijetu þvo hana,
þurka og greiða á einum stað, eftir ákveðnum reglum.
Þessum stofnunum hefir farnast svo vel, og þær hafa unn-
ið Dönum svo mikið gagn, að það ér sönn ánægja fyrir
kaupfjelög vor, að hafa stigið spor í sömu áttiua, ogtrúin
á þýðiugu þeirra og hamingju styrkist eigi alllítið, þegar
maður sjer, að þau eru á farsællegri leið.
í þetta sinu er ekki tækifæri til að lýsa þessum sam-
lagsstofnunum rækilega; en hjer á eftir fylgir þýðing af
greinarkorni eftir merkan stórbónda í Danmörku um þess-
ar stofnanir. Hún hljóðar þannig:
„Á meðau vor pólitiska framfór stendur i stað, eökum liins al-
kunna stjórnarfars, er eðlilegt, að þjóðin enúi sjer fremur eu áður að