Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 26

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 26
20 in, leiðbeint þeim og tekið í strenginu, ef þeim sýnist greiða- semi sin og góðmennska mjög misbrúkuð. En það er ekki því að heilsa, að ég sjái þessa við- leitni aukast mikið, hvorki í voru félagi né annarsstaðar. Þvert á móti flnnst mér hin stefnan fara vaxandi, að láta þá afskiftalausa, sem ekki standa á eigin merg, og þetta kemur fram, að mér finnst, eigi sizt hjá þeim, sem mest- an hafa máttinn og mest gætu áhrifin haft í gagnstæða átt. Fyrir þessum mönnum vakir eflaust önnur hugsjón með félagsskapinn en hjá mér, og þeir ætla honum eigi alveg hið sama markmið og mínir skoðunarbræður. Það má vel vera að þeirra markmið sé hærra og þjóðhollara, en ég get ekkert um það sagt, meðan nierkið hangir á miðri stöng Það verður hægt að tala um það síðar, þegar merkið breiðist út frá stangarknappinum. Annað aðalatriði, sem oss er enn áfátt í með tilliti til þess, að leitast alvarlega við að lcysa úr hinni upphaf- legu spurningu, er hin mikla óþarfa verzlun, sem ýmsir félagsmenn reka við búðarborðið. Ég segi óþarfa verzlun, því ég sé enga verulega nauðsyn á bak við þessa aðferö. Það er svo fjarri því, að menn séu að hætta þessu daðri við kaupmenn, að mér sýnist það beinlínis fara til muna í vöxt hin síðustu árin. Og enn eru það að nokkru leyti sömu mennirnir, sem ég nefndi fyrir stuttu, eða aðrir eins, þeir sem mestan hafa máttinn og mest gætu áhrifin haft til leiðbeiningar og eftirdæmis. Það bólar allt of mikið á þessu í félagi voru, þótt mér sýnist béra enn meira á því í sumum öðrum félögum. Það er hér hugsunardeyfð öðru hvoru megin, eða þá talsvert ólík markstefna. — Þeir félagsmenn, er mæla með þessum viðskiftum við kaupmenn, þurfa að fara að sýna, hvað þeir meina með aðferð sinni. Það þarf að koma í ljós, tala um það, rita um það, sýna fram á nauðsynina, sem talin er til þessa, og nema hana svo burtu, ef unnt er. — Það er kominn tími til þess að gera sér það svo Ijóst, sem unnt er, hvort kaupfélög geta komið í stað kaupmanna og eiga að gera það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit kaupfjelaganna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.