Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 68
62
og timbur. Á Norðurlöndum fáum við helzt járn og timbur.
í Hamborg og á Euglandi allt annað, éftir atvikum. Eftir
afstöðunni væri líklega hentast, að þessar stöðvar væru:
1. sunnan á Noregi, eða þá í Gautaborg, 2. í Hamborg
og 3. austan á Englandi, t. d. í Newcastle. Þá gæti gufu-
skip hins sameinaða kaupfjelags gengið kringum Norður-
sjóinn í flestum ferðum, og komið við á flestum stöðvun-
um. 1 Hamborg held jeg að við gætum bezt keypt meiri
hlutann af kornvörunum, og einatt margt af nýlenduvör-
um og verksmiðjuvörum. í Newcastle hið annað af þess-
um vörum, og þar mundi hentast að selja flestar okkar
vörur. Á Norðurlöndum yrðu viðskiftin minnst, og ef ril
vill óþarft að hafa þar sjerstakan erindsreka. Jeg sje
ekki að við þyrftum neitt að sakna viðskiftanna við Höfn,
þó þau eyddust með öllu. Ef svo reyndist, að við hefðum
nokkurn hag af að fá korn í Danmörku, fremur en suður
við Elfuna, þá mætti hafa aukastöð vestan á Jótlandi, en
ólíklegt er, að til þess kæmi. — Jeg skal svo ekki fara
lengra út í þessa ráðagerð; hugleiðið þið hana. Það, sem
mest er á móti henni, mun vera það, að við erum mann-
leysur, en ekki menn með mönnum.........
12712. ’92.......Hefði af því getað orðið, að kaupfje-
lögin, sem nú eru fædd, og fæðast kunna, gengju i sam-
band, eins og við höfum svo oft minnzt á, þá sýnistmjer,
að eitt af þeirra sameiginlegu verkum hefði átt að vera
það, að halda út blaði, sem ekki þyrfti fyrst um sinn sjer-
lega stórt. Jeg held, að verzlunarblað væri nærri því eins
þarft, og þyrfti eins vel að komast inu á hvert einasta
heimili, eins og kirkjublaðið, sem hin eina sáluhjálplega
þjóðkirkja gefur út. Sjálfsagt er ekki þjóðverzlun eins
nauðsynleg til sáluhjálpar, eins og þjóðkirkja, en eftir því,
sem gamli Balle kenndi okkur í ungdæmi okkar, má ekki
gleyma umhyggjunni fyrir vorri tímanlegu velferð. — Mið-
nefnd eða miðstjórn hins íslenzka þjóðverzlunarfjelags ætti