Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 27

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Side 27
21 En meðan þessi hálfvelgja ríkir að meira eða minna leyti meðal kaupfélagsmanna sjálfra, í hinu elzta og rcynd- asta kaupfélagi landsins, meðan menn vilja láta hinn fá- tæka sigla kjölfari kaupmannsins, og halda sjálfir áfram að „færa fórnir á hæðunum“, verður ríkið tvískift og sann- leikurinn falinn í sorpinu. Eg þekki marga menn með breytilegum þörfnm, sem engin viðskifti hafa við kaupmenn, héldur panta allar sín- ar nauðsynjar í félaginu eða kaupa þær í söludeild félags- ins. Eg gæti nafngreint mann, sem hefir heimili í stærra iagi og hefir árlega hm 1200 kr. viðskifti við félagið. Hann þarf að gjalda í meira lagi til allra stétta; hann þarf á peningum að halda í bankaláns-afborganir og ávís- unum í margar áttir. Hann hefir þurft að hýsa að nýju bæ sinn, hann hefir og haft ýmsar gjaldheimtur á hendi og þó hefir kaupfél. vort getað fullnægt öllum þessum þörfum hans, svo hann hefir ekkert þurft til kaupmanna að sækja. Granni hans hefir nokkru minni umsetningu, og hann un- ir því mjög vel að fá aldrei reikning úr „búðinni“. Dæmi þessi eru veruleg, en ekki tekin úr lausu lofti, og slík dæmi eru eílaust mjög mörg í félaginu. Af þessum ein- stöku dæmum ætla ég samt eigi að draga neina almenna ályktun, heldr leiða þau fram til skýringar, jafnframt því, sem ég tek það enn fastlega fram, að ég sé enga óbifan- lega ástæðu til tvískiftingarinnar. Kaupfélag getur, alveg til jafns við það, sem almennt tíðkast hjá kaupmönnum, haft nógu miklar og marglireytt- ar vörur til, með því fyrst að fullnægja vörupöntun ein- staklinganna, og hafa að auki nokkurt stofnfé til þess að kaupa fyrir aukaforða, sem leita má til, þegar fyrirfram- pantanir félagsmanna hrökkva ekki til. Það getur vel verið, að segja megi um söludeild K. Þ., að liún hafi eigi, enn sem komið cr, haft nægar birgð- ir af 'ötlum vörutegundum allt árið í kring; en slíkt er enginn eðlisgalli á fyrirkomulaginu sjálfu, er ekki sé hægt úr að bæta. Sama kcmur og þrávallt fyrir hjá kaupmönn-

x

Tímarit kaupfjelaganna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.