Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 42
36
og höfðu þar eigin umboðsmann til að selja fyrir sig.
Þctta hepi^naðist mjög vel, þeir fengu miklu hærra verð,
án þess þó. að ávcxtir hækkuðu i verði; þeir urðu kunn-
ugir markaðinum, og gátu því gert kaupondum miklu bet-
ur til hæfis en áður. Þessi félög fjölguðu nú skjótt, en
eigi náði hvert þeirra nema yfir lítið svæði, og hafði hvert
sinn umboðsmann og útsölustað, sem kepptu hver við ann-
an, og gátu því ekki sigrast á samkeppnisbrögðum stór-
salanna; til þess þurfti öfiugri félagsskap og greiðari að-
gang að markaðinuin. Þá gengu öll þessi smáfélög i sam-
band og settu sér sambandsstjórn, sem hefir aðalskrifstofu
sína í San Franeisko. Sambandsstjórnin hefir á hendi um-
boðssölu á öllum ávöxtum, sem framleiddir eru til versl-
unar í allri Kaliforníu, og mcð því er numin burtu öll
samkeppni úr þeirri versluu, og um leið hinir óteljandi
milliliðir milli framleiðenda og neytenda. Aðalstarf sam-
bandsstjórnarinnar er: 1. að hafa nákvæmar gæturámark-
aðinum, og gefa félagsmönnum nauðsynlegar upplýsingar
um hann; 2. að auka markaðinu með sameiginlegum aug-
lýsingum og erindsrekum; 3. að koma vörunum sem bein-
ast, kostnaðarminnstog á eigin ábyrgð til neytenda; 4. að
gera sem flesta milliliði óþarfa og hiudra gróðabrögð kaup-
manna; 5. að tempra framleiðsluna, svo hún svari sem
best til þarfarinnar, og verðið geti haldist jafnt og veiti
framleiðendum hæfilegan arð.
Afleiðingin af þessum félagsskap er, að framleiðendur
fá miklu hærra verð en áður fyrir framleiðslu síua, og
kaupendur fá ávextina við lægra verði en áður.1
Nú hafa einnig kornbændur íAmeríku hafið samskon-
ar félagsskap, og allt bendir til, að áður langir tímar líða,
verði allar atvinuugreinar reknar og trygðar á þennan hátt.
Það er annars mjög eftirtektavorð stefna, sem nú í
lok aldarinnar hvervetna kemur í ljós í atvinuu og við-
') Þetta sýnir ljóslega, hverjir réttara höfðu fyrir sér, Jón aljiin.
í Múla, er hann reit í blöðiu um sauðasölu vora til Englands, eða hin-
ir, sem móti houum mæltu.