Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 12
6
5. gr.
Á aðalfundi skal kosinn formaður til að hafa á hendi
stjórn sambandsins, og annar til vara, er gegni formanns-
störfum í forföllum hans. Kosning þeirra gildir til næsta
aðalfundar.
Formaður kveður til funda og framkvæmir þau störf,
er fundir fela honum á hendur; hann veitir móttöku brjef-
um og skýrslum, er sambaudið snerta og leggur þau fram
á fundum. Hann heíir á hendi brjefaskriftir og önnur rit-
störf í sambandsins þarfir. Hann semur reikning yfir tekj-
ur og gjöld sambandsins fyrir hver 2 ár og leggur hann
fram til endurskoðunar og samþykktar á aðalfundi.
6. gr.
Á aðalfundi skal kjósa mann til að sjá um útgáfu
tímarits, er sambandið gefur út að minnsta kosti annað-
hvort ár. Þar skal prenta ritgerðir um kaupfjelagsmál og
hagskýrslur kaupfjelaganna, svo sem skrár yfir aðfluttar
og útfluttar vörur með álögðum kostnaði, yfirlit yfir fjár-
hag fjelaganna, eignir og skuldir. Skýrslur þessar skulu
fjelögin senda formanni sambandsins við lok hvers árs.
Fyrir ritgerðir, er teknar verða í tímarit sambandsins, má
greiða ritlaun, allt að 25 kr. fyrir örkina.
7. gr.
Sambandsfundur úrskurðar reikninga yfir kostnað við
stjórn sambandsins (o: fundahússleigu, borgun fyrir ritstörf
og ómakslaun formanns). Kostnaði þessum, svo og prent-
unarkostnaði og ritlaunum samkvæmt 6. gr., skal sambands-
fundur jafna niður á öll fjelögin þannig, að J/s komi jafnt
niður á hvert fjelag fyrir sig, en 2/3 fari eftir nettóvcrði
útfluttra vara í fjelögunum næsta ár á undan.
8. gr.
Að undanskildum kostnaði þeim, er ræðir um í 7. gr.,
má sambandsfundur eigi leggja neitt gjald á kaupfjelögin,
nema samþykki þeirra komi til.
9. gr.
Yilji eitthvert fjelag ganga úr sambandinu, verður