Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 54
48
tækir smáir“, og rétt vorn höfum vér fengið af skornum
skamti. Hörmulegast er þó hitt, að það, sem vér höfum
fengið, heiir komið oss að svo litlu haldi, að vafasamt
rnætti virðast, hvort vér hefðum verið betur farnir, þótt vér
hefðum fengið meira. Og hvers vegna? Af þvi vér höf-
um glatað trúnni, trúnni á sjálfa oss, trúnni hver á ann-
an, trúnni á þjóðlíf vort, á ættjörð vora, á líflð, á sigur
hins góða, á guð í náttúrunni, á lögrnál lífsins. Þess vegna
flýa menn nú úr landi, og virða að vettugi ættjörð og þjóð-
líf. Og það litla, sem vér lærum nú af öðrum þjóðum, er
vantrú, trúleysi á mannlífið, ekki einungis annað ósýnilegt
líf, heldur einnig á þetta sýnilega, áþreifanlega líf, og hug-
sjónir þess og framtíðarvonir. Það lítur næstum út eins
og sumir lærdómsmenn vorir séu að apa aldalokaþreytuna
(fin de siécle) eftir öðrum þjóðum, eins og vér um marg-
ar aldir hefðum reynt alla hugsanlega vegi til að bætalíf
vort, og alt til einskis. Þessi þreyta minnir á það, sem
einu sinni slæddist hér inn í landið: að tyggja upp á
dönsku“, nefnil. að tyggja eins og maður væri tannlaus.
Yér höfum í margar aldir mókt, andlega aðgerðalaus-
ir, hér út á horni veraldar, og eins og allir iðjuleysingjar
gleymt að treysta á og nota vora eigin krafta, En á með-
an hafa aðrar Evrópuþjóðir verið sístarfandi að því að fram-
kvæma hugsjónir sínar, að flytja þær út í lífið. Auðvitað
hefir þeim misheppnast margt, og árangurinn af starfinu
hefi ætíð orðið minni, en þær gerðu sér vonir um, oghug-
sjónirnar höfðu lofað þeirn. Það er því ckki undarlégt,
þó að þær sæki við og við þreyta og vonleysi. En á oss,
sem erum að byrja að lifa, höfum alt lífið og reynsluna fyr-
ir framan oss, á oss situr það illa að sýna á oss þreytu-
merki, áður en vér höfuur lagt nokkuð í sölurnar fyrir
eina einustu hugsjón. Eða er nokkur sá, er haldi, að all-
ir mögulegleikar lífsins séu tæmdir, að nú hafi mennirnir
reynt alt, er reynt verður til umbóta á lífi sínu. Sé svo,
þá er slik skoðun naumast svaraverð. En vér eigum að
læra af reynslu annara þjóða, varast það, sem þeim hefir