Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 16
Geta kaupfjelög komið í stað kaupmanna?
(Úr „Ófeig'i11).
1
Úrlausn þessarar spurningar er eitt af kinum stærri
atriðum, sem kaupfjelagsmönnum og kaupmannaliðum hcfir
ekki getað komið saman um.
Það má vel vera, að um þetta atriði kafi verið einna
mest hugsað og talað hér í Suður-Þingeyjarsýslu. Annar-
staðar á landinú hafa kaupfélagsmenn, að ég hygg, al-
mennt talsverð viðskifti við kaupmenn, og þar er eðlilegt
að spurning þessi sé naumast komin á dagskrá enn þá.
Þar er hið almenna þetta: Kaupfélagsménn panta ekki
nema nokkurn hluta af nauðsynjum sínum, að eins þær
vörur, sem þeir telja mestan hag við að fá í pöntun, og
láta aftur á móti að eins það af íslenzkum vörum, sem þeir
álíta meinlegast að gangi í gegnum reikning þeirra hjá
kaupmanninum. Þannig mun þessu vera varið í kaupfélagi
Svalberðinga og Eyfirðinga og þó sér í lagi í kaupfélagi
Skagfirðinga; þar hafa kaupfélagsmenn stóra reikninga „í
búðinni“. Til kaupmannsins láta menn allmikið af ull,
reka margt fé á blóðvöllinn að haustinu til, og fái þeir
peninga heim til sín að vetrinum til frá umboðsmanni fé-
lagsins erlendis, þegar kaupfélagsverzlunin hefir gengið vel,
eru þær krónur, að sögn, von bráðar fiestar komnarískáp
kaupmannsins. 1 félögum þessum mun því lítið vera rætt
um úrlausn spurningarinnar, því síður að þar sé reynt að
leysa úr henni í framkvæmd.
Það virðist þó liggja í augum uppi, að hér sé um
mikilvægt atriði að ræða, máske hið mikilvægasta við kanp- 1
félögin,. hvort þau-hafa eðli og lífskraft til þess að geta
tekið alveg við af kaupmönuum og fullnægt verslunarþörf-
um heimilisins, sveitarinnar, sýslunnar, alls landsins.