Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 66
60
niillíón, en 999 vora örsnauðir; í hinni ætti aftur hvert
mannsbarn um 1000 krónur. Hver þessi sveit ætli væri
betur farin? Sjálfsagt er mönnum svo varið, að þeir geta
ekki verið svona jafnir, en því fleira sem er af svo efn-
uðum mönnum í fjelagi, sveit eða landi, að þeir geti verið
fullkomlega frjálsir, og óháðir fyrir fátæktar sakir, þess
betra. Stórt auðsafn hjá nokkrum einstaklingum er að vísu
betra en enginn auður, ef því er ekki svo varið, að marg-
ir aðrir sjeu fátækari en ella fyrir það. Að þessari að-
greiningu þarf vel að gá.
Það er í sannleika stórfje, eftir okkar mælikvarða, sem
kaupfjelagið hefir áunnið okkar hjeraði undanfarin ár, en
jeg þykist tiltölulega sjá minna til ávaxtanna af því fje.
Þó jeg hafi engar hagskýrslur að byggja á, þá trúi jeg
ekki öðru, cn að hagurinn af að verzla í fjelaginu sje orð-
inn miklu meiri, of til vill margfalt rneiri, en kaupstaðar-
skuldir fjelagsmanna voru þegar fjelagið hófst. Eftir því
ættu þcssar skuldir að vera afmáðar með öllu, og menn
ættu þar að auki að geta keypt talsvert móti borgun út í
hönd. En er nú þessu þannig varið? Mjer er lítt skilj-
anlegt annað, ef vel hefir verið með ágóðann farið, og
rjett er reiknað, en að fjelagsdeildirnar hefðu átt að geta
haft góð ráð til að eignast vörur fyrir 20 þúsund krónur
handa söludcild, án þess að taka til þess lán hjá Zöllner.
Því eins og jeg er þjor samdóma um, að ekkert geri til í
sjálfu sjer, þó maður skifti við Tyrkja eða Gyðinga, eins
er jeg á því, að hjákvæmilegar verzlunarskuldir sjeu illar
og óhollar, jafnvel þó þær væru við heilaga menn og guðs
engla. Þær eru þrælsband, hvort sem hlut á að máli
Gránufjelag og Holme eða kaupfjelag og Zöllner.
Við hjer innra höfum nú á vissan hátt skilið við ykk-
ur nyrðra fjelagsskapinn. Þið takið það væntanlega ekki
illa upp, fremur en skynsamir Danir taka það illa upp
fyrir oss íslendingum, þó vjer teljum oss handhægra og
hentugra að hafa okkar stjórnmál afskift hjer hcima í
okkar liorni. Það eðlilega er, að eitt kaupfjelag sje á hverju