Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 17
11
Geti kaupfélögin þetta eigi nema að nokkru leyti gagn-
vart einstaklingunum og kéruðunum, Jmrfi þau óhjákvæmi-
lega að hafa kaupmenn að bakhjalli, með höfuðstól sinn,
lánveitingar og öll þau gæði, sem gömlu verzluuaraðferð-
v inni eru samferða, þá er aðferð hinna nefndu kaupfélaga
eðlileg. Sé þetta sannleikur, þá íinnst mér líklegt, að kaup-
félögin geti aldrei orðið langlíf hér á landi. Þá er og hætt
við, að eitthvað sé bogið í eðli og grundvelli þeirra. Bg
fæ þá eigi séð, að kaupfélögin hafi þann sannleikskjarna í
sér fólginn, að þau geti orðið ofaná í bardaganum. Þá eru
vonir manna um það, að kaupfélögin geti átt drjúgan þátt
í því, að auður og ágóði dreifist eðlilega meðal hinna mörgu
einstaklinga, meðal frumherja framleiðslunnar, byggðar á
sandi.
Vér fslendingar megum þá búast við því að sæta sömu
kjörum og fjöldi manna í hinum ýmsu menntalöndum: að
verða með tímanum smátt og smátt háðir örfáum auðkýf-
ingum, sem einlægt draga meira og meira af ágóða fram-
leiðaudans og vinnu verkmannsins í sinn sjóð, unz þeir
eiga í fullu tré með að halda lífinu.
Eftir því sem auður og vald þessara auðkýfinga vex,
að sama skapi verður framleiðandinn og vcrkmaðurinn að
takmarka sínar þarfir og áhrif á mannlífið. Er enn eigi
séð fyrir endann á því, hversu langt auðkýfingarnir kunna
að geta komizt í þeim efnum að hafa áhrif á stjórn og
skipulag þjóðfélaganna; það er eigi séð, hve djúpt þeir
geta sökkt fjöldanum niður í liið voðalega djúp eymdar,
ófrelsis og fátæktar. En það, sem komið er í ljós af slíku,
er meira en nóg; það ætti að hvetja hvern hugsandi mann
til þcss að neyta allrar orku til að reisa rönd gegn slík-
um óvinafagnaði. Og þessi heljubrotsjór vofir yfir vorum
litla þjóðlífsbát. Fyrstu öldugárarnir eru þegar farnir að
* gera vart við sig.
• Skoðið hag fátæklingsins í kotinu og þurrabúðarmanns-
ius í þorpinu, þa.r sem húsráðendur eiga svo mikið undir
kaúpmannsnáímm og grenslist eptir því, hvað þaðer, sem