Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 14
„Öfeigur“
heitir blaðkríli, sem gefið hefir verið út í kaupfjel. Þing-
eyinga síðan 1890 og á kostnað þess. Eins og vitanlegt
er, þá er blað þetta óprentað og afskrifað i mestalagi eitt
eintak í hverja deild. Oft hafa tvær deildir verið um sama
eintakið. Útgáfa Ófeigs hefir kostað fjelagið frá 50—100
krónur á ári. Flest þau mál, sem K. Þ. hefir varðað síðan
blaðið var stofnað, liafa meira og minna verið rædd í því.
Svo hefir og blaðið flutt ágrip af aðalreikningum fjelags-
ins og ýmsar fróðlegar skýrslur; ennfremur allar fundar-
gerðir og reglur þær í fjelagiuu, sem settar hafa verið á
þessu tímabili. En blaðið hefir og, þótt rúmlítið sje, fjall-
að um fleira en hið yfirstandandi. Það hefir hreyft flestum
eða öllum þeim framtíðar hugsjónum, snertandi kaupfjelags-
skapinn, sem bólað hefir á í þessu hjeraði, og þannig kynnt
þær öllum þorra fjelagsmanna jafnótt. Mismunandi skoð-
anir hafa komið fram í þessum efnum eins og öðrum, og
hefir Ófeigur orðið til þess að leiða þær saman.
Af því inngangur blaðsins lýsir allvel þeiin hug og
hvötum, sem lcomu blaðinu áfót, birti jeg hann hjer og er
hann svo hljóðandi:
„„Neyðin kenuir naktri konn að spinna". Neyðin kennir mörg-
um fleiri að spinua, þðtt það sjeu ekki margir, sem „spinna silki“. Hún
hefir kennt margt af þvi, sem gott er og gagnlegt í heiminum. Marg-
ir hugvitsmenn og frumherjar framfaranna hafa út úr neyðinni spunn-
ið öfl náttúrunnar inn í fullnægingar mannþarfanna. En neyðin hefir
kenut mönnum fleira en að spinna, fleira on að spinna siun þáttinn
hver; hún hcfir kennt mönnum að ieggja þættina saman, sameina krapt-
ana, að sameina eptirianganir og hugsjónir manna, að vekja sofin öfl
og hrinda þeim á stað, hrinda þeirn á stað gegn tálmunum andlegrar
og fjármunalegrar ánauðar.
Það hefir lengi verið á orði, að ekki hafi önnur meiri ánauð, kúgun og