Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 67
61
því svæði, seni sækir að einni höfn. Hæsta hugmynd eða
ídeal í þessu máli er, að í landinu sjeu eins mörg kaup-
fjelög og útskipunarhafnir cru margar; forðabúr (söludeild)
við hverja höfn; fjelögin öll í sambandi, í þeim atriðum,
sem til gagns gæti verið, og verzlun landsins þannig öll í
einingu, innlend ocj kaupmannslaus í vanalegum skilningi.
Skifting í hverju kaupfjelagi eða hafnarfjelagi ætti, að ætl-
un minni, fremur að vera eftir mönnuin en sveitum, þ. e.
að skilja, að almenningur safnist utan um hæfa menn, en
ekki að almenningur í vissri sókn, eða á vissu svæði, kjósi
einhvern, sem ef til vill er illa til fallinn. Með öðrum
orðum, að sameining manna í deildir líkist meira gömlu
goðorðareglunni. Áskell goði var ekki eins sjálfsagður
foringi allra Reykdæla, Tjörnosinga og Mývetninga, eins
og þú, sem hreppstjóri, ert sjálfsagður foringi Reykdæla.
Sumir á þessu svæði voru þingmenn annara goða, t. d.
Guðmundar ríka, en aftur gerðist brennu-Flosi þingmaður
Askels, sem kunnugt er. Þetta var nefnilega alveg frjálst.
— Ivaupfjclag hvert þarf að hafa hæíilega tölu góðra
manna, -sem það svo skifti eingöngu við, en utan um þessa
menn safnist svo skjólstæðingar þeirra. í lögum kaupfje-
lagsins er víst ekkert á móti þessu, en hugmyndir manna
um þetta efni eru nokkuð óijósar; mín hugmynd er sjálf-
sagt meira aristókratisk en þín, og kemur það líklega af
því, að jeg er nokkuð forn í skapi........
27,/4. ’92......Kaupfjelögin ættu að vera um allt land,
sitt umhverfis hverja höfn, og öll standa i sambandi, líkt
og þjóðfjelögin í Sviss eða Ameríku. Inuanlandsmálin
snerta lítið sambandið, en hin erlendu því meira. Erindis-
rcka ætti þessi úníón að hafa á fáeinum stöðum erlendis:
á Englandi, í Hamborg og á Norðurlöndum. Hún (úníón-
in) ætti að hafa eitt eða fleiri gufuskip á stöðugum gangi
aftur og fram í 7 mánuði eða 8 árlega, leigt í einu til
alls timans. Seglskip mætti nota meðfram undir kol, salt