Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 47
41
varðveitir andans arf nm aldur og ævi. það veldur mis-
muninum á blámönnum í Afríku og Parísarbúum. Væri
blámönnum kennt skipulag, og þeir frá fæðingu nytu upp-
eldis í skólunum í París, þá væru þeir vísir til að ná fyrstu
oinkunn. Væri bláinönnum kennt að not-a hraðskeytabyss-
ur Frakka og fallbyssur Krúpps, þá væru þeir vísir til að
reka Frakka burt úr París.
En blámaðurinn stendur einn gegn öllum, því ekkert
skipulag verndar einstaklinginn. Alt, sem hann veit og
kann, verður hann á örstuttri einstaklingsævi að læra af
sjálfum 'sér; hann hefir við engum andlegum arii tekið.
Haun einn getur því í sannlcika heitið sjálfmenntaður mað-
ur. Meðal menningarþjóðanna er raunar engin sjálfmennt-
aður maður til. Par hefir hver og einn tekið þekkingu
sína og þroska í arf; skipulagið neyðir hann til að taka
við þeim arfi, hvort sem hann vill eða ekki. Jafnvel hinn
allra sjálfstæðasti og sérstæðasti rnaður, sem meira en nokk-
ur annar á þroska sinn sjálfum sér að þakka, á þó þjóð-
félagi sínu mörgum þúsundsinnum meira að þakka on sjálf-
um sér. í París fæðist hver maður til 2000 ára menning-
ararfs, sem millíónir einstaklinga hafa safnað öld eftir öld.
Hann er andlega ríkur erfingi, hversu fátækur sem hann
er. Blámaðurinn er afkvæmi andlegra öreiga, því ekkert
skipulag hefir gcymt honum arfinn.
Höfundur bókarinnar, sem ég gat um, bendir Norður-
álfubúum á, að ekki sé ástæða fyrir þá að hreykjast hátt,
eða þykjast miklir af sínu andiega atgervi, þá er þeir
heyra getið villumanna, sem ekki kunna að telja til fimm.
Vér höfum engan rétt til að draga af því þá ályktun, að
þessir menn hafi minni andlegan þrótt en vér. Þcir geta
mjög vel verið jafnokar vorir að gáfum, þcir geta jafnvel
verið framúrskarandi stærðfræðingar. Hinar fullkomnustu
gáfur gagna manninum ekkert, nema skipulagið verndi
hann. Að öðrum kosti stendur hann einn, og lærir aldrei
að telja til fimm. Gáfumanninuin ferst því ekki að sparka
í aðra mcun og hæða mannfélagið. Ef það tæki gjaíir