Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1896, Blaðsíða 60
54
og afskræmi tímans sjást svo vel,
að ranghverfan öll snúi út“.
Hin gamla mannfélagsbygging, sem „rifin, fúin og ram-
skökk er öll“, er þegar tekin að hrynja. Umbótamenn
hinna síðustu tíma, móralistar og sósíalistar undirbúa nýtt
ástand, þeir eru hrópendur í éyðimörkinni. Því hin nýa
siðmenning verður að byggjast á nýu skipulagi, og þetta
nýa skipulag verður aftur að byggjast á siðferðislegum hug-
sjóuum. Það er hið siðferðislega prinsíp í alnáttúrunni,
hinn guðlegi neisti, sem í vitsmunum mannsins vinnur sig-
ur á hinum viljalausu og skynjanalausu (kosmisku) nátt-
úruöfium.
Yér getum því vongóðir horft fram á hina komandi
öld, ef vér höfum hug og dug til að „brjótast beint, þótt
brekkurnar séu þar kærri“. Það verður afar seinlegt fyr-
ir oss að krækja alla þá tilrauna stigu, sem menningin
hefir þreifað sig eftir á liðnurn öldum, og það er ófyrir-
gefanleg skammsýni að nota eigi reynsluna, og taka af
sér krókana. Því fámennari sem vér erum, og því ein-
faldara sein þjóðlíf vort er, þess auðveldara er oss að verða
allir samtaka, bindast reglulegu og föstu skipulagi. Björn-
stjerne Björnson hefir sagt, að smáþjóðunum væri hægast
að taka upp nýtt skipulag, prófa nýar kugsjónir og ger-
ast þannig forkólfar menningarinnar. Þetta er vafalaust
sannleikur.
Því hrjóstugra sem land vort er, því óblíðari og fá-
tækari sem náttúra þess er, þess nauðsynlegra er oss að
vinna sein einn maður, en eyða eigi kröftum vorum á
tvístringi í heimskulegri samkeppni um þessi fáu gæði. Það
er eini vegurinn til þess, að þjóð vor öðlist „óðöl hins ó-
numda lands, að entum þeim klungróttú leiðum, þá frið-
koyptu ættjörð hvers frjálsborins manns, er folur hin skín-
andi sigurlaun hans, að baki þeim blágrýtisheiðum11. Og
þó oss aldrei hlotnist þau gæði stórþjóðanna, er vér þrá-
um mest nú sem stendur, svo sem glæsilegar stórborgir,
járnbrautir, dýrlegar hallir o. s. frv., sem raunar er vafa-