Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 14
leiðslan tvöfaldaðist, tala atvinnuleys- ingja fór niðrí 650.000. Að bví er varðaði sb.aðabótagreiðslur, þá kom málamiðlun Dawes-áætlunarinnar því til leiðar að Þjóðverjar greiddu að meðaltali 80 millj- ón sterlingspund árlega í skaðabætur, en fengu í staðinn mjög veruleg lán til að koma fótum undir iðnað sinn. Frakkar kvöddu heim hersveitirnar í Ruhr-hér- uðunum, og með Locarno-sáttmálanum 1925 ábyrgðust helztu Vesturveldin landa- mæri hvert annars. í nokkur ár voru horfurnar í heimsmálunum bjartar. Þjóðverjar gengu jafnvel í Þjóðabanda- lagið, og árið 1925 gerðu stórveldin Kellogg-sáttmálann þar sem styrjaldir voru hátíðlega lýstar í bann. Þetta kom Hitler síður en svo vel, og endaþótt fé- lögum í flokknum tæki að fjölga eftir 1926, þá voru nýliðarnir flestir á mörkum þess að teljast heilir á geðsmunum. Sum- arið 1928 hefði þurft mikinn bölsýnis- mann eða óvenjulega glöggskyggnan áhorfanda til að spá alvarlegum vandræðum frá hendi þessa undarlega og uppstökka austurríska æsingamanns. f kosningunum 1928 unnu nazistar ein- ungis 12 af 491 þingsæti. En eftir Dawes-áætlunina um skaða- bætur kom Young-áætlunin, og eftir efnahagsviðreisnina 1924—28 kom krepp- an mikla 1930—33. Það var þetta tvennt sem lyfti Hitler til valda og gerði útaf við lýðræði í Þýzkalandi. Hin nýja áætlun um skaðabætur gerði ráð fyrir áframhaldandi skaðabóta- greiðslum. ívið lægri en á árunum 1924— 28, í 59 ár til viðbótar, og gengju Þjóð- verjar að því, átti að kalla heim brezk- ar og franskar hersveitir frá Þýzkalandi 1930, fimm árum fyrr en gert var ráð fyrir í Versala-sáttmálanum. Andstaðan við þessa áætlun gaf hægrisinnuðum öfgamönnum einsog Hitler gullið tæki- færi. Þeir hömruðu á því að áætlunin blési nýju lífi í „lygina" um sekt Þýzka- lands og mundi halda lífi í henni heilan mannsaldur enn. í hinni hatrömu bar- áttu gegn þessari áætlun kvað mest að Hitler og Alfred Hugenberg, stál- og kvikmyndajöfri sem grætt hafði offjár á verðbólgunni og keypt geysimikla „keðju" af dagblöðum. En jafnvel hið óhelga bandalag þessara tveggja manna — Hitlers með S.A.- og S.S.-óaldar- flokka sína, froðufellandi mælsku og áróðursvél, sem nú laut stjórn manns að nafni Joseph Goebbels, og Hugenbergs með vini í hópi auðjöfra og áhrifarík dagblöð ■— hafði ekki áhrif á nema lítinn hluta þjóðarinnar. Young-áætlunin var samþykkt, þó hún væri að sjálfsögðu aldrei framkvæmd. Þingið (Reichstag) greiddi atkvæði um hana og Hindenburg íorseti undirritaði hana 1930. Meðan stóð á baráttunni gegn skaðabótagreiðsl- um tvöfaldaðist félagatala nazistaflokks- ins, og flokkssjóðirnir gildnuðu verulega af gjöfum frá auðjöfrum. En það var kreppan mikla er skall á 1930, sem fékk Hitler lyklana að kastalanum. Banda- rískir bankar stöðvuðu lánveitingar til Þýzkalands, framleiðslan dróst saman, verðlag lækkaði, laun lækkuðu; gjald- þrot og lokaðar verksmiðjur urðu reglan; 14 atvinnuleysingjum fjölgaði jafnt og þétt þartil þeir voru komnir yfir 6 milljónir veturinn 1932—33 — sennilega þriðji hver verkamaður. Svipaðar aðstæður lyftu Roosevelt til valda í Bandaríkjunum og þjóðstjórn í Bretlandi, en í Þýzkalandi reyndist álagið of mikið fyrir hið unga og sjúka lýðræði. Weimar-lýðveldið rið- aði til falls án verulegra átaka, og í jan- úar 1933 var Hitler við völd. Þetta var ekki bylting í venjulegum skilningi, þó stöðugar ofbeldisaðgerðir væru hafðar í frammi, bæði manndráp og limlestingar. Til dæmis voru yfir 300 manns drepnir og særðir í einum árekstri nazista og kommúnista í Altona, einu úthverfi Hamborgar, árið 1932, og má segja að undir lokin hafi uppþot og morð verið daglegir viðburðir í borgum lands- ins. Hin raunverulega bylting gerðist hinsvegar með „löglegum" hætti — kosn- ingum, baktjaldamakki og allskyns valdabrölti. í fimm kosningum á árinu 1932 unnu nazistar milli 30 og 37,3% at- kvæðamagnsins, og í þeim síðustu féll atkvæðatalan niðrí 33%. Þessvegna var vandinn sá að komast til valda ánþess að grípa til vopnaðrar byltingar sem kynni að fara útum þúfur og eyðileggja það sem áunnizt hafði. Hitler neitaði afdráttarlaust að deila valdi með öðrum; hann vildi verða kanslari og ekkert ann- að. Þessvegna neitaði hann að taka þátt í samsteypustjórn sem byndi hendur hans, jafnvel eftir að nazistar fengu fleiri atkvæði en nokkur annar flokkur. Flokk- urinn var klofinn varðandi spurninguna um valdatöku. Goebbels skrifaði á dagbók sína, að ótimabær valdataka mundi eyði- leggja framtíð hans, en eftir ófarirnar í síðustu kosningunum taldi hann allar vonir flokksins brostnar. En ógæfa mannkynsins var sú, að hann hafði rangt fyrir sér. Baktjaldamakk og áhættuspil valdastreitumannanna bar árangur. Von Papen og von Schleicher hershöfðingi, tveir helztu keppinautar Hitlers um kanslaraembættið, voru reiðubúnir til örþrifaráða í því skyni að útiloka hvor annan. Það varð því úr að Hitler, von Papen og Hugenberg gerðu með sér sam- komulag, tryggðu sér stuðning hins aldna forseta, Hindenburgs, og hersins, en án hans gat engin stjórn gert sér vonir um langlífi. Þannig komst Hitler til valda fyrir tilstilli hægrisinnaðra stjórnmálamanna og hershöfðingjanna. Þeir þóttust mundu beizla þennan nazistavilling. En það fór allt á annan veg. Alltíeinu voru allar götur fullar af hakakrossfán- um, blysförum og marsérandi hópum S.A.- og S.S.-manna, sem ýmist æstu múginn til leiðslukenndrar hrifningar eða brutu upp búðir gyðinga, réðust inní íbúðir og hengdu óvini sína á staðnum. Gyðingar og kommúnistar voru ekki einu óvinirnir. Kaþóliki sem andmælti naz- ismanum á fundi eða blaðamaður sem gagnrýndi eitthvað í blaði sínu gátu orð- ið næstu fórnarlömbin. Sumir voru skotn- ir, aðrir fluttir í þrælabúðir í Dachau, Oranienburg eða annarsstaðar. Hver embættismaður sem sýndi ekki tilhlýði- lega hrifningu missti atvinnuna, og Gör- ing lét sér ekki nægja auðsveipa og kúg- aða ríkislögregluna, heldur kom á fót sérstakri leynilögreglu, „Gestapo", sem átti eftir að verða fræg að endemum næstu tólf árin. Og hvað um „venjulega" Þjóðverja? Kannski tóku tveir fimmtu hlutar þjóðarinnar byltingunni með hrifningu, og kannski leit helmingurinn á hana sem óhjákvæmilega, en aðeins einn tíundi hluti þjóðarinnar hafði djörf- ung til að greiða atkvæði gegn Hitler í ágúst 1934, þegar hann fór framá opin- bera staðfestingu á valdatöku sinni sem forseti að Hindenburg látnum. Flestir erfiðleikar Hitlers í öndverðu áttu rætur sínar í hans eigin fylkingu, en ekki auðsveipri þjóðarheildinni. Hann spilaði fimlega, og einn galdurinn var að vinna og varðveita traust hersins. Hann gat ekki bæði gert það og fullnægt kröfum Röhms og S.A.-brúnstakka hans, sem nú voru orðnir yfir 2 milljónir tals- ins og litu á sjálfa sig sem hinn eigin- lega her landsins. Aukþess öfunduðust S.S.-svartstakkar (S.S.=Schutzstaffel, Verndarsveitir) Himmlers við brúnstakk- ana, og Himmler hafði fengið Göring til að skipa sig í hið mikilvæga embætti yf- irmanns Gestapo í Prússlandi. í júní 1934 tóku Göring, Himmler og hershöfðingj - arnir saman höndum gegn S.A. með sam- þykki herstjórnarinnar undir forustu von Blombergs, sem sat í ríkisstjórninni, og Hitlers sjálfs. Það voru Göring og Himml- er sem skipulögðu morðin. Á „nótt löngu hnífanna“ voru Röhm og aðrir S.A.- leið- togar dregnir framúr rúmum sínum og drepnir. Von Schleicher og kona hans voru skotin þegar þau svöruðu dyrabjöll- unni; ýmsir leiðtogar kaþólika og vinir von Papens voru einnig þurrkaðir út ásamt mörgum óvinum valdhafanna. Fórnarlömbin námu nokkrum hundruð- um þessa einu júnínótt. Herinn féllst síð- an á að Hitler tæki við forsetaembættinu eftir Hindenburg, og 38.000.000 Þjóðverj- ar greiddu honum atkvæði sitt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Skömmu áður hafði ríkisþingið staðið að eigin útför með því að samþykkja frumvarp sem heimilaði Hitler að setja lög næstu fjögur árin án samþykkis þess. Ríkisþinghúsið var þegar horfið í bruna sem nazistar sökuðu kommúnista ranglega um upptökin að, og veitti það þeim átyllu til að handtaka um 4000 þeirra, þar á meðal flesta þingmenn kommúnista. Útför Weimar-lýðveldisins fór fram í óperuhúsi, einsog við átti, þar sem hakakrossinn yfirskyggði allt annað og sveitir S.S.-svartstakka stóðu í þétt- um röðum í göngunum. Við þá 94 hug- djörfu menn, sem greiddu atkvæði gegn Hitler, sagði hann ógnandi: „Stjarna Þýzkalands er að rísa . . . Dánarklukka ykkar hefur hringt." Hitler var orðinn Fuhrer, eins guðdómlegur og rómverskur keisari og tífalt voldugri. Fáfræði, hefnd- arþorsti, hatur og harðstjórn ríktu al- völd, og sjálfur var foringinn vitskertur. Allir flokkar aðrir en nazistaflokkur- inn voru leystir upp eða bannaðir og verkalýðshreyfingin tamin. Von Papen, Hugenberg og þeirra líkar voru reknir úr embættum með skömm. Goebbels tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.