Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 66

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 66
Á leið yfir Derbendikhan-fljót með dragferju. „Life", skrifaði í grein sinni 26. júlí 1965: „Enginn banda- rískur hermaður getur talað jafn opinskátt við foringja sinn og hinn kúrdíski hermað- ur og enginn bandarískur for- ingi á jafn létt með að halda aga og hinn kúrdíski foringi." Svo bætti Carter við: „Kúrd- ar aga sig sjálfir, finnst þeir ekki vera neinum minni mátt- ar. Mér varð æ Ijósara, að þeir myndu aldrei sætta sig við að vera annars flokks þegn- ar undir arabískri stjórn." Kúrdar eru hressilega opin- skáir og kiarnyrtir. Lygar og blekkingar ná af þeim sökum ekki að festast og dafna með þeim að sama skapi og með Aröbum. Með Kúrdum býr sá hugsunarháttur, sem er undir- staða hvers konar lýðræðis, að þora að segja það, sem mönn- um býr í brjósti. Arabískur al- menningur lætur hins vegar seint eða aldrei sverf a til stáls, bukkar sig og beygir fyrir eig- in kúgurum og reynir vart að hrista af sér lygar þær, sem honum eru sífellt á borð born- ar, og lifir því áður en varir í fjötrum eigin blekkinga og kúgunar. Vökull Kúrdinn hef- ur hins vegar sterka einstak- lingskennd, stendur upprétt- ur, hristir fljótt af sér bönd kúgunar og vanvirðingar; hon- um lætur ekki að búa við ann- að en lýðræðislegt frelsi. Þess- ir eiginleikar gera hann að af- bragðs hermanni, þegar á reynir, sem er allt annað en að hann sé herskár að eðlisfari. Vinir mínir voru árrisulir. Um fimmleytið skriðum við á fætur, og eftir morgunverð, flatbrauð, egg og súrmjólk, var gengið af stað í fyrstu morg- unskímunni. Leiðin lá til Hala- bja, hálfa aðra dagleið frá Surtuk. Vegir voru engir. Um miðjan morgun komumst við yfir einn asna hjá bónda nokkrum. Fékk hann að bera bakpoka minn og við tylltum okkur á hann til skiptis. Brátt vorum við þó allir fjórir komn- ir á fótvissa og stæðilega múl- asna, sem eru að stærð svipað- ir íslenzkum hestum. Leiðin lá oftar um grýtt fjöll en byggða dali. Þetta var strjálbyggt svæði, aðeins ein- staka tóbaksekrur í nágrenni þorpanna, sem við riðum öðru hvoru í gegnum, en töluvert af sauðfé og geitum. Mest undraðist ég að sjá hér marga glókolla, ljóshærð börn og björt yfirlitum. Með aldrinum dökkn- ar svo hárið, þótt ekki séu sjaldséðir skolhærðir menn og jafnvel rauðhærðir. Hin indó- germönsku frumeinkenni leyna sér ekki. Loks, er tekið var að rökkva, námum við staðar hjá hirð- ingjafjölskyldu einni og þáð- um kvöldverð. Fjölskylda þessi, tvenn hjón, sem héldu hópinn ásamt börnum sínum, var ein hinna mörgu, sem yfirgáfu þorpin í byrjun sumars, er sán- ingu var lokið, og dvöldust á fjöllum með hjarðir sínar til hausts. Vistarverurnar voru tvö laufhýsi, veggir úr ofnum hálmmottum, sem strengdar voru milli trjáviðarsúlna, en þakið sett laufguðum greinum, sem hlífðu fyrir sterkum sól- argeislunum að degi til. Að sumrinu rigndi ekki dropa. í laufskálunum voru fagur- lega ofin teppi, og gistum við á þeim framan við anddyrið. Sauðfé var rekið í kví fyrir nóttina af fjörmiklum og stæðilegum fjárhundum með sperrt eyru og upphringaða rófu. Með kvöldmatnum feng- um við ferska sauðamjólk. Næsta dag lá leið okkar yfir breitt og brúarlaust Der- bendikhan-fljótið með drag- ferju. Neðarlega við fljótið, þar sem fjöllum sleppti, var fyrir nokkrum árum reistur mikill stíflugarður til að stjórna vatnsmagni á Mesópótamíu- sléttu. Fjöldi þorpa í frjósöm- um Derbendikhan-dalnum lagðist undir vatn, og loforð Bagdaðstjórnar um bætur til bænda vegna jarðamissis var aldrei efnt. Eitt dæmi af mörg- um um léttvægi arabískra lof- orða. Á þriðja degi komum við til Sulaímaní, þriðju stærstu en þó þýðingarmestu borgar írakska Kúrdistans, bæjar af svipaðri stærð og Reykjavík var fyrir tuttugu árum. Sulaí- maní var fram á síðustu öld höfuðstaður sjálfstæðs fursta- dæmis innan Tyrkjaveldis. Ætt Babana, sem þar ríkti, sinnti mjög skáldskap og menntum. Einnig var hér höfuðstaður skammlífs hálfsjálfstæðs „rík- is" undir verndarvæng Breta rétt eftir heimsstyrjöldina fyrri, er Kúrdum var lofað fullu sjálfstæði. Hefur Sulaí- maní lengstum verið miðstöð kúrdískrar þjóðernisvakning- ar og kúrdískra bókmennta, og aðeins á þessu svæði hefur Kúrdum tekizt að fá tungu sína notaða í skólum, sem eru fleiri þarna en í öðrum hlut- um írakska Kúrdistans. Þessi „forréttindi" Sulaímaní-hér- aðs vildi Kassem afnema á sín- um tíma. írakskur her réð yfir bænum, sem lá ofarlega í breiðum og frjósömum Sjamresúr-dalnum. Dr. Fuad, foringi „pesh merga" á svæðinu, kvað mig sem vin Kúrda ekki geta gengið fram- hjá bænum án þess að líta á þetta sögufræga hjarta Kúrd- istans. „Mér," sagði hann, „voga Arabar ekki að gera neitt", og hann bauð mér að skreppa með sér inn í bæinn í leigubíl sem þarna var staddur. Ég lét ekki á mér standa, og við ók- um krókastigu til að forðast varðar aðalgöturnar inn í bæ- inn. Til öryggis fékk ég kúrd- ískan klæðnað, mittislinda og vefjarhött. Við ókum um stund um bæinn og snæddum þar hjá fjölskyldu nokkurri rausnar- lega máltíð. Fimm dögum eftir brottför- ina frá Bagdað komum við síðla kvölds til Ranja. Heppn- in var mér hliðholl. Rétt í þessu var verið að setja fyrsta kúrd- íska landsþingið. Um fimm hundruð fulltrúar hvaðanæva af landinu voru saman komn- ir. Hér var og leiðtoginn sögu- frægi, Múlla Mústafa Barzani, maðurinn sem hafði mótað sögu landa sinna síðustu 35 árin meira en nokkur annar. Hann ætlaði ég að hitta. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.