Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 53
azt inn í, ekki einu sínni, heldur þrisvar? Ég svaraði engu. — Já, ég má nú ekki vera að svona hangsi, er ég hræddur um. Ég hef fulla biðstofu af sjúklingum. Mér þykir leitt að verða að vera svona stuttur í spuna við þig, en ég næ aldrei múrarakaupi í dag, ef ég held ekki á spöðunum. Þú hef- ur ennþá ekki svarað mér. Hefurðu fundið til þessa meins lengi? Ég hlýt að hafa kinkað kolli eða gert einhverja ámóta bendingu, sem sérfræð- ingurinn í stóru tánum tók fyrir jáyrði, því að hann sagði með sýnilegum létti: — Já, þér er bezt að fara beint til doktor Torfa. Hann höndlar svona til- felli með mestu prýði — þvær burtu hverja hugsun eins og pentu úr barns- bleyju. Þú þarft varla neitt að óttast. Ég studdi mig við doktorinn fram að dyrum. — Já, vertu nú blessaður, sagði hann. — Líttu inn aftur, ef þú færð slæmsku í stóru tána. Næsti! Þegar ég haltraði út eftir þá meðferð sem tærnar á mér höfðu orðið að þola, grunaði mig að þess mundi varla langt að bíða. Eftir þrjár slíkar sneypufarir hefðu sennilega flestir gefizt upp í mínum spor- um. En eins og ég sagði áður, á þrá- kelkni mín sér lítil takmörk. Ég geri ráð fyrir að sálfræðingar mundu sjá í því einhvers konar uppbót á vesaldóm minn og feimni. Ég var staðráðinn í að berjast til þrautar. Nú var aðeins einn eftir á lista þeirra skólafélaga minna sem ég hafði í upphafi valið í því skyni að leita til. Það var Hjalti þingmaður. Hjalti var einhver lífsglaðasti náungi sem ég hafði fyrir hitt, og hláturinn var honum sjaldan fjarlægur. Ekki svo að skilja að hann væri í rauninni afskap- lega fyndinn. En hann kom þó öllum í gott skap, því að hann lét flest það flakka, sem honum kom í hug. Og þeg- ar þar við bættist að hann lokaði sjald- an málfærunum, þarf engan að undra þótt ýmislegt spaugilegt ylli út úr hon- um — oftast nær óviljandi. Og léttlyndi hans hafði lítið látið á sjá við það, að hann missti vinstri handlegginn á unga aldri, rétt eftir tvítugt. Hann hafði ver- ið að vinna á Eyrinni yfir sumartímann og hafði þá lent í spilinu á einum dall- inum. Skipafélagið, sem var amerískt, hafði síðan gefið honum gerviarm af mikilli rausn. Ekki var Hjalti nema í meðallagi gef- inn, enda var hann snemma talinn kjör- ið þingmannsefni. Tölur hans um stjórn- mál á skólaárunum voru mestmegnis hávært glamur samkvæmt reglunni „hæst bylur i tómri tunnu.“ Þetta hafði lítið breytzt síðan hann tók sæti á þingi, nema hvað hann hafði aukizt nokkuð að raddstyrk, svo að það buldi heldur hærra í tunnunni þegar hér kom sögu. Kvenna- fari var hann ekki heldur nema í meðal- lagi. Ég hafði valið hann á listann eink- anlega vegna hispursleysis hans í um- gengni við hvern sem var. Mér þótti sem auðveldara mundi að tala við hann en margan annan. Ég fann Hjalta í þinghúsinu einn dag- inn, þegar lítið var að gera, eins og oft er. Tveir landsfeðranna höfðu verið að þrátta um það í hálftíma, hvor þeirra væri leiðinlegri, og aldrei þessu vant hélt hvor fram yfirburðum hins. Hins vegar máttu stéttarbræður þeirra sýni- lega ekki í milli sjá, því að þingsalur- inn tæmdist fljótt. Forseti deildarinnar virtist dotta. Hjalti tók á móti mér með mikilli gleði og bauð mér upp á kaffi í Kringl- unni; hann hafði alltaf verið mesti kaffi- sötrari. Lengi vel lét hann móðan mása um alla skapaða hluti, drakk hvern boll- ann á fætur öðrum, og sýndi mér ýmsar kúnstir með gervihandleggnum. Það var helzt svo að sjá, að hann liti á hann sem skemmtilegt leikfang. Loks datt það samt niður í hann, að líklega ætti ég eitthvert erindi. — Ja hérna, lagsi, sagði hann. — Þú hefur ekki enn sagt mér hvað þig van- hagar um. Æ, hvað er ég að rausa? Ekki er ég þinn þingmaður. Ég var farinn að halda að þig vantað* kannski greiðu í rakvélina þína, eða eitthvað svoleiðis, ha ha ha. Ég útvega sko mínum atkvæð- um allt sem þau þurfa með, óléttuvarn- arpillur og allan andskotann. Þingmað- ur og sendisveinn; það er sko hkt með skít og kúk, ekki satt? En það er betra svona. Þá þarf maður ekki að hugsa meira um þessi helvítis þjóðmál; og at- kvæðin sko, þau hugsa aldrei hvort sem er. Þessi vaðall þingmannsins reyndist mér óheppilegur. Þegar hann nefndi orðið „hugsa“, fór ég að skjálfa. Ég vissi að ég mátti ekki nefna þetta orð, en það var eins og það eitt að heyra það nefnt, setti mig í gang. „Hugsa, hugsa, hugsa," þaut gegnum kollinn á mér með ofsahraða. Ekkert annað orð komst að. Áður en ég vissi af hafði ég hellt út úr mér hinni banvænu setningu, eða rétt- ara sagt, setningarbyrjun. — Já, hugsa, sagði ég. — Ég er ný- verið farinn að hugsa . . . — Ja hvur asskotinn, lagsi! greip Hjalti fram í. — Er það bara svona? Þegar hér var komið, var Hjalti trufl- aður. Þingsveinn kom og tilkynnti hon- um að fundur væri hafinn í utanríkis- málanefnd, og atkvæðagreiðsla mundi ara sagt setningarbyrjun. — Hvaða fjandi er þeim brátt í brók, sagði þingmaðurinn. — Ég hef ekki einu sinni klárað kaffið mitt ennþá. Hérna, drengur, bíddu! Án þess að segja fleira smeygði Hjalti góðu hendinni upp að öxl innan undir jakkanum vinstra megin og hristi sig síðan ofurlítið. Niður úr vinstri jakka- erminni datt gervihandleggurinn og skrölti í. .. —Ja hérna, sagði Hjalti með kímni- svip. — Og ég sem lét hann í smurningu alveg nýlega. Jæja, góði, taktu han.n og farðu með hann. Kannski lætur hærra í honum en ýmsum öðrum, sem fund- inn sitja. Hann sneri sér aftur að mér og bætti við: — Plúsinn við gervihandleggi er sko sá, að maður getur sent þá á fundi til að greiða atkvæði og sjálfur drukkið sitt kaffi í róíegheitum. Það ættu allir þing- menn að hafa þá. Ég er stundum á tveimur nefndarfundum í einu, fæ borg- að fyrir báða, skilurðu? Þarfaþing gervi- handleggir! — Jæja, hvar vorum við annars? sagði hann svo. — Æ, já, þú ert farinn að hugsa. Ja, þar fór í verra, lagsi, og rétt komið að kosningum. En það er ekkert við því að gera, þó að mér þyki leitt að sjá góða menn fara í hundana. Ég hef heyrt það utan að mér, að þeir vilji setja lög á móti því, sumir — banna það, skil- urðu? Og ég vil svo sem ekki segja að ég sé á móti lagasetningu, en ég er sko ekki með henni heldur. Það væri eins og að setja lög gegn sjúkdómum; því að þannig ht ég á það. Þetta er barna- sjúkdómur, ekkert annað. Þú kemst yfir hann, góði, ég er viss um það. Heyrðu mig annars, mér dettur eitt í hug. Ég skal tala við hann Tóta borgar- stjóra og segja honum að gefa þér góða kauphækkun. Það er ekkert betra til við þessum skratta. Já, ég geri það; það er ákveðið mál. Vertu ekki svona hnugg- inn. Farðu og fáðu þér einn htinn, mað- ur, og hættu að hugsa. Farðu og fáðu þér stelpugálu, Heyrðu annars, ég held ég komi bara . . . æ, nei, fjandinn annars, ég má ekki vera að því; þarf að hitta hann Finn í Banka og slá hjá honum víxil handa atkvæði. Jæja, lagsi, vertu blessaður. Það var gaman að sjá þig. Og heyrðu, ef þú þarft endilega að vera að þessum fjanda, að hugsa, þá hugsaðu um kauphækkunina, maður, hugsaðu um kauphækkunina, ha ha ha! Ég staulaðist heim og lét fallast niður í sófa án þess að fara úr frakkanum. Ég var svo yfirbugaður af sorg og van- máttarkennd, að mér fannst sem ég mundi aldrei framar geta hreyft legg eða lið. En þegar neyðin er stærst, er hjálp- in næst. Eftir að ég hafði legið í löngu móki á sófanum, rankaði ég loks við mér þegar síminn hringdi. Það var skakkt númer. Þegar síminn vekur mann af svefni, er það segin saga, að það er skakkt númer. En nú var ég vaknaður, og ég staul- aðist fram í eldhús og fékk mér mjólk- ursopa. Síðan fór ég fram í forstofuna til að gá að póstinum; ég hafði ekki haft rænu á því, þegar ég kom heim. Og sem ég stóð nú þarna og þreifaði inn í tóman bréfakassann, laust allt í einu hugsun — fyrirgefið orðbragðið — niður í kollinn á mér. Hvernig í ósköp- unum stóð á þvi að mér hafði ekki hug- kvæmzt þetta einfalda ráð fyrr? Ég gæti sem bezt beðið Sonju án þess að æmta upp einu einasta orði. Eins og byssubrenndur þaut ég inn að skrifborðinu mínu og hóf að rita bón- orðsbréfið. Það var rétt eins og ósýni- legt afl — var það þrjózka eða sjálf- hæðni? — stýrði á mér hendinni, þar sem penninn flaug yfir pappirinn. Hæstánægður með sjálfan mig las ég fyrstu orðin yfir upphátt: „Elsku Sonja, ég er farinn að hugsa.. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.