Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 18
áfram sókn sinni enn um sinn sumariS 1942, bæði í Rússlandi og Norður-Afríku, þannig að þeir komust að Volgu, inní Kákasus og til E1 Alamein við borgarhlið Alexandríu, þá var farið að halla undan fæti. í árslok 1942 blöstu við hinar ömurlegu afleiðingar af persónulegri stjórn Hitlers á stríðsrekstrinum. Hann skipaði bæði Rommel, sem sennilega var snjallasti herforingi hans, og von Paulus að hörfa ekki um hársbreidd við E1 Alamein og Stalíngrad. Rommel virti þau fyrirmæli að vettugi, og von Paulus lagði niður vopn eftir að tilgangslaus slátrun á mönnum hans varð óbærileg. Hitler sleppti sér og bölsótaðist útí þá Þjóð- verja sem ekki væru reiðubúnir að þola þjáningar og dauða fyrir Foringjann og Ríkið sem standa átti í þúsund ár. Eftir að Bandaríkjamenn hófu þátt- töku í stríðinu fyrir alvöru, og með sí- minnkandi árangri af kafbátahernaði Þjóðverja, brottrekstri þeirra frá Afríku og ósigri við Stalíngrad, var ljóst orðið öllum nema ofstækismönnum að Hitler hefði enga von til að vinna stríðið. Þess- vegna lögðu nazistar — sem bægðu frá sér öllum hugsunum um ósigur — alla áherzlu á að skipuleggja veldi sitt á sem öflugastan og miskunnarlausastan hátt. Þeir höfðu lagt undir sig gríðarmikil lönd og tugmilljónir manna; nú reið á að tryggja óskorað vald og hagnað. Hinum herteknu þjóðum var skipt í þrjá meg- inhópa: náttúrlega þræla (Tékka, Pól- verja, Rússa, Ungverja, Lítháa, Eistlend- inga o. fl.), norræna menn og vestrænar menningarþjóðir, einsog Dani, Norð- menn, Hollendinga, Frakka og ítali, sem gætu orðið aukaaðiljar að Þýzka heims- veldinu, og loks „óhreina kynbætti", einkanlega gyðinga eða menn með gyð- ingablóð, sem helzt þurfti að uppræta. Jarðarbúar eru sennilega orðnir leið- ir á að rifja upp hin ótrúlegu fólskuverk þýzku nazistanna í þræla- og útrýming- arbúðum, og þýzka þjóðin hefur leitazt við að gleyma martröðinni og þeirri sök sem Þjóðverjar báru á henni. Aldrei fyrr eða síðar í mannkynssögunni hefur ann- aðeins grimmdaræði brotizt út, og það með einhverri mestu menningarþjóð í heimi. Tölurnar yfir tortíminguna segja ekki nema brot af sögunni, en sam- kvæmt þýzkum tölum voru samtals sex milliónir gyðinga drepnar á gasi eða skotnar, þaraf tvær milljónir í Maut- hausen-búðunum í Austurríki og þrjár milljónir í Auschwitz í Póllandi. í raun- inni er það algerlega ofvaxið mennskri ímyndun að gera sér grein fyrir hvílíkar þjáningar, niðurlæging og örvænting urðu hlutskipti fórnarlambanna. Auk gyðinganna og hinna pólitísku fanga voru fimm milljónir erlendra verka- manna, karla og kvenna, fluttar til Þýzkalands frá hernumdu löndunum til nauðungarvinnu. Á árunum 1943 og 1944 héldu hrak- farirnar áfram að margfaldast. Mussolini var steypt á Ítalíu, kafbátahernaður Þjóðverja lamaðist, herir bandamanna gengu á land í Frakklandi, tóku París og héldu áfram austurábóginn, Rússar hröktu Þjóðverja miskunnarlaust til baka yfir Hvíta-Rússland og Úkraínu að landa- mærum Rúmeníu, Póllands og Austur- Prússlands. Hitler stjórnaði hernaðinum úr sprengjuheldu byrgi í Austur-Prúss- landi, kom sjaldan fram opinberlega, var iðrunarlaus en hnignaði óðfluga, varð magaveikur og háður æ stærri lyfja- skömmtum sem leiddu m. a. til tíðra reiði- og móðursýkiskasta. Hann einangraði sig smámsaman fullkomlega, hætti jafnvel að hlusta á tónlist Wagners sem hafði verið yndi hans, hitti vini sína sjaldan og hætti samneyti við trygglynda en illa gefna fylgikonu sína, Evu Braun. Auk hershöfðingjanna og einkaritara sinna hafði hann nú einungis samneyti við of- stækismenn einsog Himmler, Bormann (nýjan staðgengil sinn) og stundum Goebbels — en aldrei Göring sem nú var orðinn mjög gagnrýninn og ekki lengur í náðinni. Ennfremur umgekkst hann einkalækninn, Morell, sem margir töldu vera skottulækni, og Elsass-tíkina sína, Blondi. Eftir því sem sálsýkin jókst varð umhverfi hans og heimurinn allur óraun- verulegri, þannig að undir lokin sá hann sjálfan sig og trygga vini sína í hlut- verkum hetjanna og hálfguðanna úr óper- um Wagners, sem farast í eldslogum ör- laganna ásamt með Valhöll. Ragnarök Hitlers hófust með ósigrinum við Stalín- grad. Loks gerðist það 1943—44 að hópur herforingja með Beck í broddi fylkingar gerði samsæri um að ráða Hitler af dög- um og taka völdin. Hætt var við nokkur tilræði, unz von Stauffenberg ofursti kom skjalatösku með tímasprengju inní bæki- stöð Hitlers 20. júlí 1944, bað um leyfi til að fara í síma, heyrði sprenginguna, hélt að tilræðið hefði heppnazt og hringdi til Becks í Berlín, sem tilkynnti lát Hitlers og valdatöku hersins. En þó sprengjan hefði valdið Hitler taugaáfalli, hafði hún ekki gert útaf við hann. Goebbels greip til skjótra ráðstafana og fékk Hitler til að tala i útvarp til þjóðar sinnar, þó hann væri illa til þess búinn. Beck framdi sjálfsmorð, og tilræðisins var grimmilega hefnt, ekki einungis á þeim sem átt höfðu þátt í því, heldur einnig þúsundum annarra sem ekki voru bein- línis við það riðnir. Flestir þeirra voru hengdir, en þjóðhetjunni Rommel var gefinn kostur á að svipta sig lífi, eftir að hann hafði kvatt konu og börn. Síðan var hann jarðsettur með mikilli viðhöfn, en tilkynnt að dánarorsökin væri hjarta- bilun. í ágústmánuði framdi hernámsstjóri Þióðverja í Frakklandi, von Kluge mar- skálkur, einnig sjálfsmorð og sendi Hitler lokaorðsendingu um að biðja um frið. Hitler lifði enn í draumheimi og setti allt sitt traust á „leynivopn" sem Werner von Braun og aðrir voru að vinna að fyrir hann. En herir bandamanna flæddu yfir skotpalla þessara nýju eldflauga í Frakklandi og Niðurlöndum áður en hægt væri að nýta þær til fulls. Aukbess voru nú stanzlausar loftárásir á þýzkar borg- ir jafnt á nótt sem degi farnar að segja til sín. Gripið var til örþrifaráða eftir sprengjutilræðið til að fylla í hin stóru skörð í hernum. Hver einasti karlmaður á aldrinum 16 til 60 ára var kvaddur til herþjónustu, og liðsaukanum var dreift á vígstöðvarnar í Rússlandi og í vestri, á ftalíu, í Skandínavíu, Júgóslavíu, Ungverjalandi. Um gervalla hina her- numdu Evrópu voru skæruliðar og and- spyrnuhreyfingar farnar að láta miög til sín taka, enda létu tugbúsundir föður- landsvina lífið eftir grimmilegar pynd- ingar Gestapó-manna. f ársbyrjun 1945 settist Hitler endan- lega að í Berlín, þar sem lokabáttur harmleiksins skvldi leikinn. Borgin var þegar í rúst eftir loftárásir Breta og Bandaríkjamanna. Rússar voru að búa sig undir hina grimmilegu lokaárás, en Hit.ler og starfslið hans dvöldust ýmist í velbúnu stjórnarráðinu eða tænlega 20 metra. diúpu steinsteyptu loftvarnabvrgi í garðinum. Hann var nú orðinn alger- le°-a háður lyfium og sprautum. Þó hann væri einungis 55 ára, var hann orðinn gamaimenni sem hiálpa varð til að set.i- ast. Öðruhverju rauk hann uop og flutti Móðugar skammaræður um „fínu herr- ana“. hershöfðingiana. Göring sem sæti á svikráðum við sig eða síðasta undir- manninn sem ekki hafði gert einsog fyrir hann var lagt. Undir vorið var hann algerlega búinn að missa stjórn á atburðunum og vissi ekki framar hvað var að gerast á hinum ýmsu vígstöðvum. Snemma í apríl kom Eva Braun á vett- vang til að deila hinztu örlögum hans. Þá var ástandið orðið vonlaust. Banda- ríkiamenn voru komnir að Elbu og Rúss- ar í útborgir Berlínar. Roosevelt lézt og bví var fagnað með kamnavini. Himml- er hóf friðarumleítanir. Aðeins GoebÞels, Bormann og örfáir aðrir nazistaleiðtog- ar voru um kyrrt hiá Foringjanum. Lok- in voru í nánd. Rússar voru farnir að skióta á stiórnarráðið skömmu áður en fréttir bárust um endalok Mussolinis. Hitler ætlaði ekki að láta svo ömurleg örlög verða sitt hlutskipti. Hann gerði ..pólitíska erfðaskrá" har sem hann sak- aði gvðinga um upptök stríðsins, gekk formlega að eiga Evu Braun, skaut Blondi, útnefndi Doenitz flotaforingja eftirmann sinn (furðuleg og tilgangslaus útnefning), pantaði benzín fvrir lík- hrennsluna, kvaddi starfsliðið með handahandi og lokaði sig inní herbergi með Evu Braun. Hún tók eitur, hann skaut sig gegnum munninn. f kúlna- regni Rússa voru lík þeirra brennd í snatri. Goehbels fór að dæmi Foringj- ans, gaf börnum sínum eitur, skaut konu sína og siálfan sig. Himmler framdi einn- ig sjálfsmorð og Göring sömuleiðis með- an á réttarhöldunum í Núrnberg stóð, en aðrir helztu foringiar nazista voru hengdir fyrir stríðsglæpi að réttarhöld- unum loknum. □ Þau mistök urðu í mvndatexta í síðasta hefti, að kona Churchills var sögð banda- rísk, en hún var brezk, búsett í fyrsta kjördæmi hans, Dundee i Skotlandi. Hinsvegar var móðir Churchills banda- rísk. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.