Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 59

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 59
um að neyta kosningaréttar síns, ef flokksvélum er ekki beitt á það; þetta er ein aðal- orsök þess að kosningaþátttaka hefur verið svo lítil sem raun ber vitni í Bandaríkjunum, líka Norðurríkjunum þar sem blökkumenn hafa þó fullan kosningarétt. Máttlítil verka- lýðsfélög eru skýr dráttur í sömu mynd. Blökkumannahreyfingin er því, að svo miklu leyti sem um er að ræða lágstéttarfólk, undantekning frá þessari sagnfræðilegu reglu. Skilyrði undantekningarinnar er vitan- lega sá bandaríski háttur að skipta í stéttir eftir hörunds- lit. Hans vegna náðu blökku- menn samstöðu í sérstöðu sinni. Jafnframt þrýsti hann mið- og hástéttarnegrum — einkum í Suðurríkjunum — niður til lágstéttarnegra, og þarmeð fékk hreyfingin for- ystumenn. Það sem gerist í framtíðinni mun að miklu leyti velta á því, hvernig hinir hóparnir í lág- stétt Bandaríkjanna snúast við blökkumannahreyfingunni. Að þessu kem ég síðar. Með þetta í huga má telja nokkurnveginn víst, að blökku- mannahreyfinguna mun ekki lægja, heldur mun henni frem- ur vaxa ásmegin. f þjóðfélags- kerfinu er mikil tregða, og jafnvel eftir allar hugsanlegar umbætur yrðu blökkumenn eftir sem áður mjög illa settir vegna einangrunar, kúgunar, lélegri híbýla, lélegri skóla; vegna þess að þeir eru fátækir og vegna alls sem fátækt getur af sér leitt. Þegar einu sinni er búið að setja fram kröfuna um bætt lífskjör og afla henni fylgis, liggur enginn vegur til baka til þolinmæðisbiðar í kúgun. Eðlilegt væri að gera ráð fyrir að áframhaldandi þróun blökkumannabyltingarinnar í Suðurríkjunum yrði með ró- legri, en ekki endilega áhrifa- minni hætti. Ný lög sem veita negrum ýmis borgaraleg rétt- indi, kosningarétt, afnám ein- angrunar og mismununar í verzlunum, veitingahúsum og öðrum opinberum stöðum, ásamt aðgangi að skólum, þýða sannarlega breytingu til batn- aðar fyrir blökkumenn Suður- ríkjanna. Auk þess gefa þessi lög blökkumannabyltingunni í Suðurríkjunum ákveðið tak- mark að stefna að, þegar þeim er ekki framfylgt nema að nokkru leyti. f Norðurríkjunum verður að heyja baráttuna á breiðari grundvelli, þar sem um er að ræða skort á jafnrétti til handa blökkumönnum í stöðu- veitingum, húsnæði og mörgu fleira sem leiðir til lágra launa og lélegra lífsskilyrða. Þarvið bætist munurinn sem ég benti á í sambandi við traust fjöld- ans á hefðbundnum leiðtogum sínum. í Norðurríkjunum mun vera miklu meiri hætta á að fjöldinn hallist fremur að öðr- um miður „ráðsettum“ róttæk- um leiðtogum. En ég hef á tilfinningunni að við ættum e. t. v. ekki að festa svo mjög sjónir á þessum mismun, þegar reynt er að gizka á hver verða muni þró- unin í blökkumannabylting- unni í Norður- og Suðurrikjun- um. Einsog hreyfingin barst frá borgum Suðurríkjanna til borga Norðurríkjanna gæti aukið róttæki hennar í Norð- urríkjunum haft áhrif í suðri. Einsog við vitum er sá ótti ríkjandi í flestum borgum Bandaríkjanna jafnt í suðri sem norðri, að grimmileg kyn- þáttauppþot kunni að færast í aukana. Aukið róttæki blökkumanna- hreyfingarinnar er einsog kunnugt er nátengt einskon- ar þjóðernisstefnu blökku- manna, og er slagorðið „völd svertingja" (black power) mjög dæmigert fyrir hana. Rétt er að hafa hugfast að alltaf — a. m. k. síðan í Garvey-hreyfingunni eftir fyrri heimsstyrjöld — hafa öðruhverju risið öldur negra- nasjónalisma sem einskis stuðnings væntir frá hvítum mönnum í baráttu blökku- manna fyrir bættri aðstöðu. Hingaðtil hefur þær öldur allt- af lægt innan tíðar. Blökku- menn — og þeirra meðal ekki einungis hinir fáu mennta- menn í mið- og hástétt — hafa yfirleitt verið sér vel meðvit- andi um að von þeirra um betri lífskjör grundvallaðist á rétt- lætiskennd hvíta meirihlutans. Ég gæti vel trúað að sama skoðun ríkti víðast meðal 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.