Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 28
Koma á upp skráningarmiðstöð safnanna. Er gert rað fyrir þvi, að Háskólabókasafn annist hana, að fengnu samþykki háskólaráðs. Það er talið heppilegt fyrirkomulag, því að mörg sérsafnanna eru tengd háskólanum. Með þeirri skráningarmiðstöð notast bókakostur safnanna að fullu, hvar sem bœkurnar eru varðveittar. Menn geta gengið að skránni og fengið þar yfirlit um bókakost safnanna og gengið síð- an að bókunum, þar sem þœr eru. Auk þess sem þetta fyrirkomu- lag tryggir hina fyllstu notkun bókakosts þess, sem til er, stuðlar það einnig að hagkvœmri meðferð í>ess fjár, sem til bókakaupa er varið, og kemur i veg fyrir óþörf kaup sama rits til tveggja bóka- safna eða fleiri. Gert er ráð fyrir því, að söfnin komi sér saman um nánara fyrir- komulag þessarar samvinnu, svo sem skráningu bókanna, röðun þeirra og notkun og lán bókasafna á milli. En hvert safn, sem þátt tekur í þessari samvinnu, skuld- bindur sig um leið til að hlíta þeim reglum, sem um hana verða sett- ar." Menntamálaráðuneytið stað- festi 6. júlí 1956 reglugerð um skráningarmiðstöð fyrir sér- fræðibókasöfn, og er þar kveð- ið svo á, að sú stöð verði í Landsbókasafni. En þetta mikla nauðsynjamál hefur því miður ekki enn komizt í fram- kvæmd, forráðamenn safnsins ekki talið fært að sinna því með þeim starfskröftum, er það ræður yfir. Vonir hljóta þó að standa til, að alþingi veiti hið fyrsta fé til þessarar starfsemi, enda löngu ráð fyrir henni gert bæði í lögum og reglugerð. í fjárlögum fyrir árið 1968 er efnt til Byggingarsjóðs safna- húss með nokkru byrjunar- framlagi. Má segja, að þar sé tekinn upp þráðurinn frá þingsályktunartillögu þeirri um sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns, er sam- þykkt var 29. maí 1957. En fyrstu tvær greinar hennar voru svo hljóðandi: Alþingi ályktar: 1. að sameina beri Háskólabóka- safn Landsbókasafni eins fljótt og unnt er á nœstu árum, þannig að Landsbókasafn verði aðalsafn, en í Háskólabókasafni sé sá þáttur starfseminnar, sem miðast við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rann- sóknir kennara. 2. að fela ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir i þessa átt. Nýtt hús undir þjóðbókasafn í nágrenni Háskólans er auð- vitað forsenda þeirrar samein- ingar bókasafnanna, sem stefnt er að. Og vert er að taka fram þeg- ar, að nýtt hús leysir ekki að- eins húsnæðisvanda Lands- bókasafns og Háskólabóka- safns, heldur jafnframt fjöl- margra stofnana, er koma munu eldra bókakosti sínum í aðalsafnið til geymslu, — og Þjóðskjalasafns, er hlýtur að fá geymslurými gamla Safna- hússins til umráða, eftir því sem bækur Landsbókasafns verða fluttar þaðan. Vegna fjárveitingar alþingis er hægt að velja hinu nýja bókasafnshúsi stað og hefja annan nauðsynlegan undirbún- ing. En meðan unnið er að hon- um og unz fyrsta áfanga í byggingu hússins er náð, þarf að sjá til þess, að söfnin fái hvort í sínu lagi — og sameig- inlega, þar sem það á við — gegnt sívaxandi hlutverki sínu. Söfnin þurfa bæði á auknu starfsliði að halda til þess að anna brýnustu verkefnum. Því betur sem þau standa hvort um sig, þegar til hinnar raun- verulegu sameiningar kemur, því auðveldari mun hún reyn- ast. Á þessu stigi er ekki ástæða til að ræða í einstökum atrið- um, hversu sameiningu safn- anna verði hagað. Það mál mun skýrast á sínum tíma, þegar þær ytri aðstæður, sem nú brestur svo mjög, verða fyr- ir hendi. Vér verðum að viðurkenna, að í allsherj arsókn þjóðarinnar á síðustu áratugum hafa höf- uðbókasöfn hennar um margt legið eftir. En skilningur er nú örugglega að vakna aftur á þörfum þeirra bæði á alþingi og með þjóðinni allri. Úr því að aldamótakynslóðin taldi það í fátækt sinni eitt brýnasta verkefni nýrrar aldar að reisa veglegt hús yfir söfn þjóðar- innar, hversu miklu fremur ættum vér ekki, sem búum við margfalt betri kjör, að geta leyst þessi mál, svo að sómi sé að. Það er að vísu um meira að tefla nú en einn karm uppi á kirkjulofti, eins og var fyrir 150 árum, en þá var líka öldin önnur, er sækja varð hvern eyri í greipar erlendra yfirvalda. Þótt bygging nýs bókasafns- húss sé mikið átak, má létta sér það mjög með því að reisa það í áföngum. Jafnskjótt og húsinu hefur verið valinn stað- ur og vér vitum, hvað vér vilj- um hafa í hinu nýja húsi, er hægt að fela færum mönnum að teikna það. Mætti síðan haga svo til, að geymsluhluti safnsins yrði reistur fyrst. Myndi þá unnt að flytja þang- að rit þau, er rúmuðust ekki í aðalsöfnunum og ýmsum stofnunum, en þar er, sem kunnugt er, fyrir löngu ríkj- andi neyðarástand. í þessum geymsluhluta, ef byrjað yrði á honum, mætti jafnframt fá lestrarrými handa stúdentum, en það er altíða í bókasöfnum, að borð- um eða básum sé komið fyrir í bókageymslum. Vér megum ekki láta bygg- ingu nýs bókasafnshúss vaxa oss svo mjög í augum, að oss fallist hendur. Því lengur sem vér bíðum átekta, því erfiðara mun verða að hefjast handa. Þó að mörgum finnist önnur verkefni brýnni, verða þeir að játa, að vér höfum beðið lengi þolinmóðir og fleira er nauð- synlegt en draga fisk úr sjó, leggja vegi eða virkja vatns- föll. Sighvatur skáld Þórðarson sagði Ólafi konungi Haralds- syni eitt sinn frá því, að hann var á vist úti á íslandi með þeim manni, er Karli hét. En bónda þeim þótti skáldið vilja lítið vinna. Sighvatur orti vísu um þetta og fór með fyrir kon- ungi. Þá segir sagan, að kon- ungur brosti að og mælti til Sighvats: Segið þat Karla, es komið þangat, nýtum þegni fyrir norðan haf, at fleira skal í förum vinna en hylda hval hvössum knífi. Vér viljum ekki trúa því að óreyndu, að íslenzkir ráða- menn á ofanverðri 20. öld hafi minni skilning á sannleika þessarar vísu en hinn erlendi konungur á öndverðri 11. öld. Finnbogi Guðmundsson. Safnahúsið í Reykjavík var reist árið 1908 og hýsir nú Landsbókasafn, Þjóðskjalasafn og Handritastofnunina. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.