Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 38
IX. Samvinna safnanna og undirbúningur sam- einingar. Nú hefur verið reifað laus- lega ýmislegt um fyrirkomulag og rekstur sameinaðs safns, en þó að byrlegar tæki að blása um byggingarmál en hingað til, líða óhjakvæmilega allmörg ár, þar til hún kemst að fullu til framkvæmda. En á meðan er nauðsynlegt að búa í hag- inn fyrir sameininguna með náinni samvinnu og samræm- ingu á starfsaðferðum, er leitt gæti til stjórnarfarslegrar sam- einingar nokkrum árum áður en söfnin flytjast undir eitt þak. Þegar Landsbókasafni voru síðast sett lög árið 1949, var gert ráð fyrir, að söfnin hefðu með sér talsverða samvinnu. í 6. grein laganna segir: „Safn- ið skal reka miðstöð bóka- skipta við erlend söfn og vís- indastofnanir." En í 7. grein: „Halda skal uppi sérstakri skráningarmiðstöð fyrir söfn þessi [þ. e. Lbs., Hbs. og sér- fræðibókasöfn í eigu ríkis og félaga], og má fela Háskóla- bókasafni forstöðu hennar að fengnu samþykki háskólaráðs.“ Einnig skyldi háskólaráð setja Landsbókasafni ráðunauta um bókaval, en þá ráðstöfun verð- ur að skilja svo, að Lbs. skyldi framvegis hafa nokkrar skyld- ur að rækja við Háskólann. Hlálegt er til þess að vita, að þau nálega tuttugu ár, sem lög þessi hafa verið í gildi, hefur ekkert af þessu orðið að veru- leika, og enn er nánast eng- in fastmótuð samvinna með söfnunum, þrátt fyrir tilmæli valdhafa í þá átt, aðeins laus- leg hliðsjón höfð, að því er varðar bókakaup. Taka ber þó fram, að milli starfsliðs safn- anna er gott samkomulag, svo að ekki er það til hindrunar, og komið hefur til tals að halda sameiginlega starfsmanna- fundi til skrafs og ráðagerða. En greinilegt er, að meira þarf þó til, svo að um virka sam- vinnu geti orðið að ræða, og þá umfram allt meira starfslið. Ég vil t. d. nefna gagnkvæm bókalán milli safnanna, en eins og kunnugt er, eru slík millisafnalán rækt í stórum stíl erlendis. Er bágt, að við skulum ekki nýta þá litlu möguleika, sem við höfum á þessu sviði. Þyrfti að vera unnt að fylla út í hvoru safninu um sig kvittanir fyrir bókum úr hinu, en síðan flytti sendill á milli kvittanir og bækur. Þess- ari starfsemi hlytu þó að verða mikil takmörk sett, meðan eng- inn er samskráin. Hefur ver- ið beðið um starfskraft til þeirra hluta öðru hverju síðast liðin hartnær 20 ár, og með vaxandi þunga nú síðustu ár- in, en án árangurs. í kaflanum um ríkisbóka- vörð hér að framan var þess getið, að sett hefði verið reglu- gerð um samskráningu (skrán- ingarmiðstöð) 1956. Er þar ákveðið gert ráð fyrir, að sú starfsemi sé á vegum Lbs., en í lögunum frá 1949 var svo að orði kveðið, að fela mætti Hbs. forstöðu hennar, enda er það öllu eðlilegra, þar sem ætla verður, að háskóli sé brenni- depill rannsókna og fræðiiðk- ana. En þetta skiptir þó ekki höfuðmáli, eins og á stendur, þar eð stefnt er ákveðið að sameiningu safnanna. Aðalat- riðið er, að hafizt verði handa, og má hugsa sér, að í taili skipti söfnin með sér verkum. Er brýnast að koma upp og gefa út samskrá um erlend tímarit. Vísir að slíkri skrá um raun- vísindatímarit er þegar til í Hbs., og ætti það að halda áfram með þann þáttinn, en Lbs. hins vegar taka að sér að gera húmanískum tímaritum skil. Slíkar skrár eru víða gerð- ar með aðstoð tölvu og útskrift hennar offsetprentuð. Góð skil- yrði ættu að vera til slíks hér. Þá segir í fyrrgreindri reglu- gerð frá 1956: „Gefa skal út sameiginlega ritaukaskrá, prentaða eða í fjölriti, þegar fé verður veitt til þess í fjár- lögum.“ Þetta er annað brýnt verkefni samskráningar, sem fært ætti að vera að ráðast í, áður en langt líður. Ætti einn- ig að hugleiða tölvunotkun við það verk, en með því móti væri auðvelt að stokka saman hina árlegu ritauka öðru hverju, t. d. á 5 eða 10 ára fresti og gefa út í einu lagi til að gera mönn- um notkunina auðveldari. Þriðja samskráningarverkefn- ið yrði svo að vinna upp ein- staka efnisflokka bóka aftur í tímann, og er það ekkert áhlaupaverk, eins og skráning- armálum er komið hér viða. Áður var á það minnzt, að söfnin reyndu að hafa dálitla hliðsjón af bókakaupum hvors annars til að forðast alltof mikil tvíkaup. En um alger verkaskipti um bókakaup get- ur ekki orðið að ræða, meðan söfnin starfa sem tvær óháðar stofnanir og með jafnóákveð- inni hlutverkaskiptingu og nú er. Þróunin hefur orðið sú, að bækur um raunvísindi, lög- fræði, guðfræði, viðskipta- fræði, uppeldis- og sálarfræði koma að mestu leyti í hlut Hbs., en hins vegar kaupa bæði söfn- in bækur í allflestum húman- iskum greinum, svo sem tungu- málum, bókmenntum, sögu, heimspeki, landafræði, þjóð- félagsfræði, bókasafnsfræði o. fl. Lbs. er miklu auðugra að bókaskrám, stórum og smá- um, og fyrirferðarmiklum al- fræðibókum og handbókum. Hbs. hefur aldrei haft fjárráð til að eignast neitt sem heit- ið geti af svo stórum og dýr- um verkum, en eigi safnið að verða sjálfu sér nógt um þessa hluti, kostar það nokkurra milljón króna fjárfestingu. Raunin hlýtur að verða sú, að eftir því sem menn kynna sér betur bókakost safnanna og hugsanlegar leiðir til verka- skiptingar um bókakaup, því sannfærðari verði þeir um, að hagkvæmasta lausnin hljóti að verða að gera úr þeim eitt bú. Eins og nú háttar úthlutar ríkissjóður söfnunum hvoru um sig vissri fjárhæð til bóka- kaupa og bókbands, og er Hbs. nú rúmlega hálfdrættingur á við Lbs. um fjárveitingu. En þessi skipting hefur ráðizt af algeru handahófi, og ætti að stefna að því, eftir því sem starfsemi safnanna þokast meira í sameiningarátt, að þau tækju fé úr einum sameigin- legum bókakaupasjóði. Öll við- leitni til að stilla söfnunum upp sem keppinautum, bæði á þessu sviði og öðrum, hlýtur að leiða til ófarnaðar. X. Lokaorð. Þessi grein er nú orðin all- löng, og hefur verið drepið á margt án þess að gera neinu af því rækileg skil. En til þess að gera mál þessi skýrari fyrir lesendum, vil ég að lokum draga saman í stuttu máli það, sem ég tel brýnast, að gert sé. Könnuð verði staða og ásig- komulag allra rannsóknarbóka- safna miklu nánar en til þessa hefur verið gert. Þessa könnun skulu bókaverðir hafa með hönd- um í samvinnu viö forstöðumenn stofnana og undir forustu ríkis- bókavarðar, en eðlilegast er, að meö það embœtti fari yfirbóka- vörður þjóðbókasafns. Sé því nán- ast um að rœða útvíkkun á hlut- verki hans. Háskólabókavörður og siðar yf- irbókavörður sameinaðs safns fái rétt til þátttöku í störfum há- skólaráðs. Við núverandi endurskoðun á launakerfi ríkisins verði fjölgað starfsheitum og launastigum jyrir bókasafnsfólk og síðan stefnt að meiri verkaskiptingu í söfnunum, ekki sizt með ráðningu aðstoðar- fólks, sem nú er nánast ekki til. Hafinn verði strax undirbúning- ur að sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns, en það starf mundi einkum fólgið í ejtirfarandi þáttum: 1) Að leiöa jram skýrar en gert hefur veriö til þessa rök þau, er mœla með sameiningu safn- anna. Veigamikill liður í því starfi er athugun á bókakosti þeirra og að hve miklu leyti og á hvern hátt hann skuli sameinaður. 2) Að gera sér grein fyrir, hvernig sameinað safn verði byggt upp skipulagslega og stjórnarfars- lega. 3) Að gera frumdrœtti að bóka- safnsbyggingu, svo að Ijósara verði, hve stór hún þyrfti að vera og á hvern hátt reisa mœtti hana í áföngum. Meðan beðið er eftir því, að söfnin sameinist að fullu, verði búið í haginn fyrir sameininguna, m. a. með því að koma á sam- vinnu, svo sem ráðgert var þegar fyrir 20 árum, en ekkert hefur oröið úr. Forsenda þess er þó, að stjórnarvöld sýni kröfum safn- anna um starfslið meiri skilning en hingað til. í framhaldi af þessu œtti að sameina söfnin formlega, áður en þau flytjast undir eitt þak. Einar Sigurðsson. KRISTINN JOHANNESSON: KRAFAN UM ÞJÓÐARBÚKHLÖÐU i Hvað er bókasafn? Herbergi, þar sem bækur eru geymdar í röðum í hillum, í kössum og stöflum á borðum og gólfum? Dauður staður? Grafhvelfing fyrri alda verka? Alls ekki. Bókasafn er staður lífsins, þar sem gamalt og nýtt mætist, þar sem nútímamaðurinn sækir sér fróðleik í fylgsni fyrri alda, kynnir sér nýjustu uppgötvanir á sviði tækni og vísinda og kynnist viðhorfum samtímabókmennta, innlendra sem erlendra. Sum bókasöfn miða bókakost sinn við af- markað svið. Önnur standa á breiðum grundvelli. Starf for- stöðumanna bókasafna er vandasamt. Það er á þeirra valdi að gera safnið lífrænt og áhugavert með góðu skipulagi 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.