Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 56
Einhverstaðar las ég um daginn að verðbréfin í Johnson forseta hefðu hækkað verulega í verði á pólitíska markaðnum af því hann væri búinn að finna upp nýjan persónuleika til notkunar á sjónvarpsskerm- inum. Þannig fer það saman að á eftir gerfihjartanu (sem ég minntist á í síðasta spjalli) kemur nú gerfi-persónuleik- inn. Sjónvarpstækið er var- hugaverður kassi. Varhuga- verðir menn smjúga í gegnum hann í áhrifastöður. Maður með plastbros verður ríkisstjóri í Kaliforníu og annað fyrrver- andi Hollywoodstirni með í- smeygilegan vangasvip situr á Bandaríkjaþingi fyrir sama fylki. Fylkisstjórinn tróð upp í kúrekabúningi þegar mest gekk á í kosningahríðinni. Hann kom á kosningafundi á hvítum hesti. Stundum var hann þó hversdagslega búinn þar sem það þótti fara betur. Hann sat til dæmis ekki kosn- ingafundi með bissnesmönnum í kúrekagallanum. Þá tróð hann upp í látlausum skradd- arasaumuðum bissnesmanna- fötum eins og látlaus (og hér- umbil skraddarasaumaður) bissnesmaður. Hann átti gerfi- persónuleika sem hæfði sér- hverju umhverfi. Hann rann úr hýðinu eins og banani þegar hann skipti um gerfi, og það má líka segja að hann hafi kastað hamnum eins og snák- urinn. Það er allra manna mál að Ronald Reagan hafi sprang- að í fylkisstjóraembættið suð- ur í Kaliforníu í gegnum sjón- varpskassann. Hann brosti sig upp á einn hæsta tindinn í hin- um pólitísku Klettafjöllum Bandaríkjanna. Og nú hreykir hann sér á tindinum og æpir á atómsprengjumorð á sak- lausu fólki í Asíu af því það vill ekki aðhyllast þann lýð- ræðisanda sem því hefur hing- að til verið boðaður með hvers- dagslegri sprengjum. Það fylgir ekki sögunni af Johnson forseta hvernig hinn nýi sjónvarpspersónuleiki hans lítur út í einstökum atrið- um. Þó er það forvitnilegt. Fettir hann sig og brettir til dæmis þegar hann nefnir Víet- nam? Kemur hann á skerminn með tárin í augunum þegar hann ræðir kynþáttavanda- málin á sinni eigin baklóð? Brosir hann kumpánlega fram- an í landa sína út úr sjón- varpskassanum þegar hann boðar þeim nýja skatta eða breiðir hann út faðminn á la de Gaulle þegar sá makalausi stjórnmálagarpur er til dæmis að espa menn til óláta í Kanada? Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála úti í Washington. Á for- setinn enn eftir að betrumbæta sjónvarpsstíl sinn? Ronald kallinn Reagan kvað hafa auga- stað á Hvíta húsinu. Verða kannski báðir frambjóðendurn- ir í kúrekabúningi við næstu forsetakosningar? □ Ég hef verið að svipast eftir gerfi-persónuleika hjá stjórn- málamönnunum okkar þegar þeir bregða sér í sjónvarpið en hef ekki beinlínis fundið. Þeir hafa þennan nauðrakaða sparisvip sem fólk setur oftast upp fyrir kassann, en það er nú ekki nema mannlegt. Ég er líka efins um að stjórnmála- þroski okkar sé orðinn það mikill (nú, eða lítill eftir at- vikum) að við yrðum hætishót hrifnari af Eysteini Jónssyni þó hann flytti okkur boðskap framsóknar undan feikistórum kúrekahatti. Ég sé í anda suma af okkar bestu mönnum þegar þeir kæmu á kosningafundina á hvítum hesti. Hvernig mundi Gylfi taka sig út, og með gæru- skinnbólstraða kríka í þokka- bót? Annars yrði það ekki kú- rekinn sem yrði þjóðlega tákn- ið okkar íslendinga ef við nú þyrftum að apa þetta líka eftir Bandaríkjamönnum eins og svo margt fleira og byrjuðum að velja okkur foringja eftir útliti og limaburði og leikara- hæfileikum. Kúrekinn hefur orðið tákn þeirra vestra um kallmennsku og göfugt hugar- far og heilbrigða þjóðlega hugsun, en ætli það yrði ekki sjómaðurinn enn um sinn hérna og svo bóndinn? En ég vona raunar að ég eigi ekki eftir að sjá þann dag þegar ís- lenskir sætabrauðsdrengir fljúga á þing af því þeir þykja mannalegir í klofháum bússum ellegar bak við stýrið á póst- kassarauðri dráttarvél. Né börnin mín heldur. □ Enn um sjónvarp. Það kom mér spanskt fyrir sjónir þegar Morgunblaðið rauk til fyrir nokkrum vikum og fékk opin- bera magapínu útaf dagskrá íslenska sjónvarpsins. Morgun- blaðið hafði allt í einu áhyggj- ur af því í viðeigandi tárugum ritstjórnarstíl að léttmetis- þættir sjónvarpsins kynnu að spilla þjóðinni, rétt eins og mennirnir við Aðalstræti hefðu hingað til lika haft rokmiklar áhyggjur af lapinu sem okkur hefur verið skammtað frá Keflavík. Stundum eru blöðin okkar svo barnaleg að halda að ef þau fletti sjálf við blaði sem snöggvast, þá sé samstundis öll forsaga málsins grafin og gleymd. Morgunblaðið sýndi þess því miður alls engin merki árum saman að því þætti sjón- varpsfóður varnarliðsins strembið. Því var þvert á móti uppsigað við þá íslendinga sem skrifuðu á móti Keflavíkur- sjónvarpi: Þeir hétu ýmist hrokagikkir eða flón eða blátt 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.